27.03.2025
Fegrum Fjallabyggð - Hreinsunarátak
Lesa meira
25.03.2025
Á næstu dögum mun Fjallabyggð og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra fara um sveitarfélagið og merkja járnarusl, bílhræ og fleira sem stendur á lóðum og utan lóða.
Eigendur eru beðnir um að fjarlægja alla hluti innan tímamarka. Að öðrum kosti mun sveitarfélagið fjarlægja þá á kostnað eiganda.
Lesa meira
25.03.2025
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
256. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 27. mars 2025 kl. 17:00
Lesa meira
21.03.2025
Fréttatilkynning frá Glassriver
Kvikmyndatökur á þáttunum Flóðið á Tröllaskaga 31. mars – 16. apríl 2025
Kvikmyndaframleiðslan Glassriver verður á ferðinni víðsvegar um Tröllaskaga frá 31. mars til 16. apríl 2025 við tökur á nýrri þáttaröð sem ber heitið Flóðið. Um er að ræða fjögurra þátta seríu sem sýnd verður hjá Símanum á næsta ári.
Lesa meira
19.03.2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2025 sem veitt verður í 19. sinn nú í vor. Eyrarrósin er veitt annað hvert ár.
Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, framleitt verður sérstakt myndband um verkefnið og því gefið kostur á að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2026. Viðburðurinn getur annað hvort farið fram í heimabyggð eða öðru byggðarlagi.
Lesa meira
19.03.2025
Umsóknarfrestur: Lóa - nýsköpunarstyrkir
Umsóknarfrestur fyrir árið 2025 er til og með 30. mars 2025.
Lesa meira
19.03.2025
Kátir krakkar í Fjallabyggð sýndu í vikunni frábært frumkvæði og góðan anda þegar þau ákváðu að fara út að tína rusl í nærumhverfinu sínu. Það voru þau Hilmar Helgi Ögmundusson (7 ára), Sigtryggur Kjartan Jónsson (7 ára), Álfhildur Bára Ögmundsdóttir (5 ára) og Gunnar Hólmsteinn Ögmundsson (2 ára) sem lögðu sig fram við að plokka bakkann fyrir neðan Hafnartún og Hafnargötu á Siglufirði og söfnuðu þau heilum hellingi af rusli.
Lesa meira
19.03.2025
Fjallabyggð mun gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir, opnunartímar verslana, safna, setra, gallería og stofnana, afþreying og önnur þjónusta dagana 14. - 21 apríl nk.
Lesa meira
17.03.2025
Laus staða deildarstjóra eldri deildar við Grunnskóla Fjallabyggðar
Lesa meira
14.03.2025
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Einnig koma að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni.
Lesa meira