Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

32. fundur 02. desember 2025 kl. 15:30 - 16:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Björk Óladóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Björn Kjartansson fulltrúi eldri borgara
  • Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi ÚÍF
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Íslenska æskulýðsrannsóknin hreyfing og líðan

Málsnúmer 2511041Vakta málsnúmer

Helstu niðurstöður varðandi hreyfingu og líðan úr ÍÆ 2025
Lagt fram til kynningar
Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar koma almennt vel út í samanburði við önnur nágrannasveitarfélög þegar kemur að almennri hreyfingu. En ljóst er að það er áskorun að viðhalda áhuga nemenda þegar kemur á unglingsárin hér eins og víða annars staðar.

2.Heilsueflandi samfélag - staðan á árinu 2025 og verkefnin framundan

Málsnúmer 2511042Vakta málsnúmer

Förum yfir stöðuna á árinu 2025 og verkefnin 2026.
Samþykkt
Nefndarmenn fóru yfir hin ýmsu mál er varðar áherslur næsta árs og telja mikilvægt að nýta sem flesta viðburði sem haldnir eru árlega auk þess sem vert er að setja á dagskrá fleiri heyfidaga sem allir geta tekið þátt í.
Nefndin mun hittast aftur í janúar og setja þá niður áherslur komandi árs og birta í framhaldinu dagatal þar sem íbúar geta fylgst með hvað er á döfinni.

3.Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 2511020Vakta málsnúmer

Sambandsþing UMFÍ skorar á ríki og sveitarfélög, að efla lýðheilsu þjóðarinnar með því að hrinda af stað þjóðarátaki í lýðheilsu og forvörnum, þar sem kraftar íþrótta- og
ungmennafélagshreyfingarinnar verða nýttir til fulls.
Samþykkt
Nefndarmenn taka undir hvatningu UMFÍ þar sem lögð er áhersla á að styrkja þátttöku og aðstöðu fyrir íþróttastarf og heilsueflingu allra aldurshópa sem og aukna fræðslu í tengslum við forvarnir.

4.Lýðheilsuvísar Norðurland 2025

Málsnúmer 2511038Vakta málsnúmer

Helstu niðurstöður lýðheilsuvísa 2025 fyrir Norðurland.
Lagt fram til kynningar
Helstu niðurstöður sem eru frábrugðnar á Norðurlandi miðað við aðra landshluta eru:

Virkur ferðamáti fullorðinna algengari
Vísbending um að hærra hlutfall nemenda í 10. bekk hreyfi sig samkvæmt ráðleggingum
Vísbending um að ölvunardrykkja í 10. bekk sé fátíðari
Hlutfall íbúa 80 ára og eldri hærra
Fleiri sem meta líkamlega og andlega heilsu sína sæmilega eða lélega
Þátttaka í bólusetningum fjögurra ára barna fer minnkandi milli ára

5.Lýðheilsuvísar

Málsnúmer 2511039Vakta málsnúmer

Kynning á helstu niðurstöðum lýðheilsuvísa 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Lýðheilsuvísar skýrsla 2025

Málsnúmer 2511040Vakta málsnúmer

Heildarskýrsla um lýðheilsuvísa 2025.
Lagt fram til kynningar
Áhugaverð skýrsla sem fer yfir lýðheilsuvísa í ítarlegu máli og hvað lagt er til grundvallar mælingum.

Fundi slitið - kl. 16:20.