Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

23. fundur 11. október 2022 kl. 14:30 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson fulltrúi eldri borgara
  • Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi UÍF
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2022-2026

Málsnúmer 2206011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Fundarmenn skrifuðu undir drengskaparheit um þagnarskyldu.

2.Stýrihópur Heilsueflandi Fjallabyggð

Málsnúmer 2112024Vakta málsnúmer

Kynning á meðlimum og verkefnum stýrihóps um heilsueflandi samfélag fyrir árin 2022-2026.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri bauð fundarmenn velkomna og fór yfir skipun stýrihópsins.
Í stýrihópi um Heilsueflandi samfélag sitja fyrir tímabilið 2022-2026 eftirfarandi fulltrúar:

Fyrir leik- og grunnskóla:
Aðalmaður: María Bjarney Leifsdóttir.
Varamaður: Björk Óladóttir.

Fyrir heilsugæslu,
Aðalmaður: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Varamaður: Dagný Sif Stefánsdóttir.

Fyrir félög eldri borgara,
Aðalmaður: Ingvar Guðmundsson.
Varamaður: Björn Kjartansson.

Fyrir íþróttahreyfinguna (UÍF)
Aðalmaður: Arnheiður Jónsdóttir.
Varamaður: Anna Þórisdóttir

Fyrir Fjallabyggð
Ríkey Sigurbjörnsdóttir.

Stýrihópurinn ákvað fundartíma á þriðjudögum kl. 14:30 - 15:45, 6 til 8 fundi á ári.

Fundarstaður: Til skiptis í Ráðhúsi Fjallabyggðar og í Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. nóvember 2022 í Ólafsvegi 4.

3.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fer yfir fyrra starf stýrihópsins.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fór yfir skipulag starfsins og hvað stýrihópurinn hefur staðið fyrir af verkefnum frá stofnun hans.
Hugmyndir að verkefnum og starfi næsta árs viðraðar.

4.Vinnusvæði sveitarfélaga v. Heilsueflandi samfélags.

Málsnúmer 2009065Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála kynnir vefsvæðið heilsueflandi.is
Lagt fram til kynningar
Gátlistar og vinnan við þá lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.