Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 23. fundur - 11.10.2022

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fer yfir fyrra starf stýrihópsins.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fór yfir skipulag starfsins og hvað stýrihópurinn hefur staðið fyrir af verkefnum frá stofnun hans.
Hugmyndir að verkefnum og starfi næsta árs viðraðar.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 25. fundur - 16.02.2023

Umræða um starf stýrihópsins.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hefur hug á að halda úti opnum tímum í íþróttahúsum Fjallabyggðar í marsmánuði. Til reynslu verður settur upp einn tími í viku í hvoru íþróttahúsi. Um verður að ræða opna hreyfitíma fyrir íbúa 30 ára og eldri. Settar verða upp mismunandi hreyfistöðvar en reynt verður að hafa hreyfiframboð sveigjanlegt þannig að það henti sem flestum. Opnu hreyfitímarnir verða auglýstir fljótlega.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 26. fundur - 23.03.2023

Umfjöllun um starf stýrihópsins og viðburði á hans vegum.
Lagt fram til kynningar
Nú standa yfir opnir hreyfitímar fyrir íbúa Fjallabyggðar, 30 ára og eldri, í íþróttahúsum Fjallabyggðar. Aðsókn hefur verið góð í Ólafsfirði en mjög dræm á Siglufirði. Einn tími er eftir á hvorum stað af því skipulagi sem lagt var upp með til reynslu. Ákveðið að prófa að auglýsa tímana í næstu viku fyrir 20 ára og eldri. Ákveðið að halda áfram hreyfitímum eftir páska í Ólafsfirði þar sem þátttaka hefur verið mjög góð.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 27. fundur - 27.09.2023

Rætt um starf Heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð.
Samþykkt
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag heldur áfram verkefninu "Allir með" sem byrjað var á síðastliðið vor. Stefnt er að því að bjóða aftur upp á opna hreyfitíma fyrir fullorðna í íþróttahúsunum og í framhaldinu verði stefnt á að halda dansnámskeið.

Stýrihópurinn stóð fyrir fyrirlestri í Tjarnarborg 11. ágúst sl. sem bar yfirskriftina Hámarksheilsa. Fyrirlesarinn var Sigurjón Ernir Sturluson. Um 70 manns sóttu fyrirlesturinn og var vel látið af honum.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 28. fundur - 08.11.2023

Farið yfir starfið á árinu, m.a. hvernig opnir hreyfitímar í október tókust.
Lagt fram til kynningar
Verkefnið "Allir með" sem stýrihópur um heilsueflandi samfélag stóð fyrir á þessu ári er nú að ljúka. Verkefnið hefur gengið vel og nokkuð góð þátttaka í flestum viðburðum.
Stýrihópurinn stóð fyrir opnum hreyfitímum í íþróttahúsum í báðum byggðarkjörnum í vor og einnig í haust í Ólafsfirði. Þá styrkti stýrihópurinn opna badmintontíma fullorðinna, með afnotum af íþróttahúsinu á Siglufirði í fjögur skipti, í stað þess að ekki voru haldnir opnir hreyfitímar þar í haust. Einnig hélt stýrihópurinn fræðslufyrirlestur með Sigurjóni Erni í Tjarnarborg í ágúst og tók þátt í heilsufyrirlestri ásamt Heilsueflandi 60 plús í Tjarnarborg í september, í tilefni af evrópsku íþróttavikunni.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 29. fundur - 10.04.2024

Rætt um starfið framundan m.a. Vetrarleika UÍF sem stendur til að halda dagana 6.-14. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar
Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) standa nú yfir eða dagana 6. - 14. apríl. Nokkuð mörg aðildarfélög UÍF taka þátt í vetrarleikunum. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag fagnar framtakinu og hvetur íbúa, unga sem aldna, til að taka þátt í því sem íþróttafélögin eru að bjóða upp á.