Stjórn Hornbrekku

33. fundur 16. júní 2022 kl. 16:00 - 17:30 í Hornbrekku - hjúkrunar- og dvalarheimili Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, A lista
  • Guðjón M. Ólafsson aðalmaður, A lista
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ólafur Baldursson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2022-2026

Málsnúmer 2206011Vakta málsnúmer

Stjórnarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindisbréf stjórnar Hornbrekku.

3.Starfsemi Hornbrekku 2022

Málsnúmer 2201037Vakta málsnúmer

Í ár eru 40 ár eru síðan Hornbrekka hóf starfsemi sína og verður haldið upp á afmælið í haust.
Hjúkrunarforstjóri kynnti starfsemi Hornbrekku og fór yfir helstu verkefni og rekstarþætti heimilisins.

4.Verðkönnun vegna ræstingar í Hornbrekku

Málsnúmer 2206026Vakta málsnúmer

Samþykkt
Hjúkrunarforstjóri leggur til að gerð verði verðfyrirspurn fyrir ræstingu í Hornbrekku í samræmi við 20. gr. 2. mgr. innkaupareglna Fjallabyggðar. Stjórn Hornbrekku samþykkir fyrir sitt leyti að verðfyrirspurnin verði gerð og hún send til þjónustuaðila með skilafresti til og með 8. júlí næstkomandi. Bæjarráð mun taka málið til endanlegrar afgreiðslu.

5.Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð

Málsnúmer 2109037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri félagsmáladeildar gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Markmið Fjallabyggðar eru að sveitarfélagið verði tilrauna-/þróunar sveitarfélag á sviði þjónustu við eldra fólk og að unnið verði að fjölbreyttum verkefnum innan þeirra samninga sem gerðir verða við Sjúkratryggingar Íslands og eða aðra aðila. Í því fellst m.a. að innleiðing á fjölbreyttum tæknilausnum og notkun á velferðartækni í þjónustu við eldra fólk.
Framgangur verkefnisins hefur heilt yfir gengið vel sem snýr að áætlunar og skipulagsþáttum einstakra verkþátta. Mikilvægur áfangi náðist með samstarfsyfirlýsingu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Velferðarklasa Norðurlands (Veltek), sem verður væntanlega undirrituð 24. júní næstkomandi. Stærsti áfanginn er án efa styrkveiting sem innviðaráðherra úthlutaði þann 20. apríl síðastliðinn, að upphæð kr. 37.675.000, til þriggja ára (2022 - 2024). Styrkurinn rennur til Fjallabyggðar gegnum Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE), með sérstökum samningi þar um. Auk þess hefur Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ), úthlutað verkefninu styrk að upphæð 600 þúsund króna á þessu ári.

Fundi slitið - kl. 17:30.