Starfsemi Hornbrekku 2022

Málsnúmer 2201037

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 31. fundur - 21.01.2022

Hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsemi Hornbrekku. Starfsemin hefur gengið vel en nokkrir starfsmenn urðu að fara í sóttkví um jól og áramót en ekkert smit hefur borist inn á heimilið. Takmarkanir voru hertar milli jóla og nýárs vegna samfélagslegra smita. Íbúar fengu ekki að fara út af heimilinu um áramótin, en ættingjar gátu komið í heimsókn. Heimsóknarreglur breyttust fljótlega eftir áramótin og nú mega tveir ættingjar koma daglega. Framkvæmdir við endurbætur á herbergjum íbúa eru hafnar að nýju. Þorrablót Hornbrekku var haldið 12. janúar og íbúar og starfsfólk skemmtu sér vel.

Stjórn Hornbrekku - 32. fundur - 25.03.2022

Hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsemi Hornbrekku. Talsverð veikindi eru núna meðal íbúa Hornbrekku vegna Covid-19. Heimsóknartakmarkanir eru í gildi á heimilinu og grímuskylda er hjá öllum þeim sem koma í heimsókn og starfsfólki.

Stjórn Hornbrekku - 33. fundur - 16.06.2022

Í ár eru 40 ár eru síðan Hornbrekka hóf starfsemi sína og verður haldið upp á afmælið í haust.
Hjúkrunarforstjóri kynnti starfsemi Hornbrekku og fór yfir helstu verkefni og rekstarþætti heimilisins.

Stjórn Hornbrekku - 35. fundur - 23.11.2022

Hjúkrunarforstjóri gerði stjórn grein fyrir starfsemi heimilisins, undanfarið og framundan.