Lóðir Norðurorku í Ólafsfirði

Málsnúmer 1503025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25.03.2015

Norðurorka óskar eftir að fá úthlutað lóðir utan um mannvirki sín á Ólafsfirði í samræmi við framlagða uppdrætti.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um lóðir. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 09.04.2015

Á 185. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi Norðurorku sem óskaði eftir að fá úthlutað lóðum utan um mannvirki sín á Ólafsfirði í samræmi við framlagða uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefndin samþykkti fyrir sitt leyti umsókn um lóðir.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóða til Norðurorku.
Bæjarráð beinir þeirri spurningu til nefndarinnar hvort rétt sé að óska eftir að lóðarhafi girði lóðirnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22.04.2015

Norðurorka hefur óskað eftir að fá úthlutað þremur lóðum utan um mannvirki sín í Ólafsfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarráð hafa samþykkt úthlutun lóða. Í afgreiðslu sinni beindi bæjarráð þeirri spurningu til nefndarinnar hvort rétt væri að óska eftir að lóðarhafi girði lóðirnar.

Nefndin sér ekki ástæðu til að lóðirnar verði girtar af og vísar í grein 2.0.2. í framlögðum lóðarleigusamningum þar sem fram kemur að við uppsetningu girðingar á lóð skal fara að fyrirmælum gildandi byggingarreglugerða og skipulags.