Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

136. fundur 18. maí 2012 kl. 16:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir varamaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Árabátar

Málsnúmer 1205008Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson safnstjóri fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands óskar eftir leyfi fyrir útisýningu á 4-5 smábátum við fjöruna framan við Bátahúsið - austan Snorragötu.

 

Nefndin samþykkir erindið en bendir á að festa þarf bátana niður svo ekki skapist slysahætta af þeim.

2.Breyting á húseign

Málsnúmer 1205012Vakta málsnúmer

Haraldur Marteinsson óskar eftir leyfi til að gera útlitsbreytingar á íbúðarhúsnæði á Þóroddstöðum skv. meðfylgjandi teikningu.

 

Erindi samþykkt.

3.Fossvegur 35 - lóðamál

Málsnúmer 1205035Vakta málsnúmer

Steingrímur J. Garðarsson og Annar M. Jónsdóttir eigendur að Fossvegi 35 ásamt eigendum Fossvegar 33, óska eftir aðstoð sveitarfélagsins vegna vatnsaga í lóðum þeirra í bakkanum neðan við Hólaveg.

 

Þar sem nefndin telur að vatnsagin gæti orsakast af byggingu snjóflóðavarnargarða er tæknideild falið að fá óháðan aðila í samráði við Ofanflóðasjóð til að skoða málið.

4.Innkeyrslustútur við landfyllingu

Málsnúmer 1205007Vakta málsnúmer

Örlygur Kristfinnsson safnstjóri hvetur til þess að innkeyrslustútur verði settur í gangbraut við landfyllingu austan Róaldsbrakka.

Erindi samþykkt.

5.Lindargata 2C - Breytingar

Málsnúmer 1204004Vakta málsnúmer

Óskað var umsagnar Húsafriðunarnefndar vegna umsóknar um útlitsbreytingar á Lindargötu 2C, Siglufirði.

Umsögn hefur borist frá Húsafriðunarnefnd þar sem fagnað er þeirri ætlun að færa húsið nær upprunalegri mynd, og ekki gerð athugsemd við erindið.

 

Erindi samþykkt.

6.Samþykkt um kattahald

Málsnúmer 0810130Vakta málsnúmer

Samþykkt um kattahald í Fjallabyggð var send Umhverfisráðuneyti til umsagnar, þar sem lagt var til að gera ákveðnar breytingar á samþykktinni.

 

Erindi samþykkt.

7.Uppsetning á skilti

Málsnúmer 1205038Vakta málsnúmer

Hálfdán Sveinsson fyrir hönd Herhúsfélagsins sækir um leyfi til að setja upp skilti á mörkum lóðar Norðurgötu 7 og stígs sem liggur að Herhúsinu.

Meðfylgjandi er teikninga af skilti ásamt samþykki eiganda Norðurgötu 7.

 

Erindi samþykkt.

8.Viðbygging, Þormóðsgötu 20

Málsnúmer 1205043Vakta málsnúmer

Dúi J. Landmark óskar eftir að fá að stækka áðursamþykkta forstofu við tengibyggingu milli húsa að Þormóðsgötu 20, Siglufirði skv. meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

 

 

9.Umferðarmál á hafnarsvæði bæjarfélagsins á Siglufirði

Málsnúmer 1008108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagi gönguleiða, athafnasvæða og lyftarabrauta á hafnarsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði.

Hafnarstjórn samþykkir einróma tillögu hafnarstjóra og telur rétt að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin taki afstöðu til einstefnu og akstursstefnu og fái leyfi lögreglustjórans á Akureyri til þeirra breytinga sem fram koma í tillögunni.

 

Erindi samþykkt.

Fundi slitið.