Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

122. fundur 06. október 2011 kl. 16:30 - 16:30 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Sigríður V. Vigfúsdóttir varamaður
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
  • Ingvi Óskarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Valur Þór Hilmarsson Umhverfisfulltrúi

1.Friðun leiranna og votlendis í Siglufirði

Málsnúmer 1109107Vakta málsnúmer

Guðný Róbertsdóttir sendi inn erindi þar sem hún óskar eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að haldið sé í heiðri þeirri stefnu um friðun Leiranna og votlendisins í Siglufirði sem bæjarstjórn staðfesti árið 1998.  Guðný beinir því til bæjaryfirvalda að leyfa ekki undir neinum kringumstæðum beit hrossa þarna á þessu viðkvæma svæði.  Girðingin sem ávallt hefur verið kringum gamalt ræktarland og náð að hinu eiginlega mýrlendi á Langeyrinni hefur nú verið færð út á friðlandið og afleiðingin er mjög greinileg.

Nefndin fer fram á að mörk úthlutaðra beitarhólfa verði virt og felur tæknideild að fylgja málinu eftir.

2.Grunnskóli Fjallabyggðar - viðbygging Ólafsfirði

Málsnúmer 1110018Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram teikningar af viðbyggingu við grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði til samþykktar.

Erindi samþykkt.

3.Hverfisgata 21, Siglufirði

Málsnúmer 1109055Vakta málsnúmer

Hlynur Jónsson Arndal eigandi Hverfisgötu 21, Siglufirði óskar eftir leyfi til að gera breytingar á húseign sinni skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt.

4.Hættumat fyrir skíðasvæði í Skarðsdal á Siglufirði

Málsnúmer 1109128Vakta málsnúmer

Veðurstofa Íslands hefur unnið drög að hættumati fyrir skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og tillögu að hættumatskorti.

Leggur nefndin það til að drögin ásamt hættumatskorti verði auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir Hóls- og Skarðsdal.

Nefndin samþykkir að setja hættumat fyrir skíðasvæði í Skarðsdal í auglýsingu.

5.Merking á húsnæði RSK

Málsnúmer 1109027Vakta málsnúmer

Hanna Björnsdóttir fyrir hönd RSK óskar eftir leyfi til að setja upp merkingu á húsnæði Ríkisskattstjóra að Túngötu 3, Siglufirði skv. meðfylgjandi ljósmynd.

Erindi samþykkt.

6.Pallasmíð og viðbygging við Hvanneyrarbraut 22b Siglufirði

Málsnúmer 1105148Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram teikningar af breytingum á húseigninni Hvanneyrarbraut 22b, Siglufirði til samþykktar.

Erindi samþykkt.

7.Reiðleiðir

Málsnúmer 1108047Vakta málsnúmer

Þorvaldur Hreinsson fulltrúi Hestamannafélagsins Gnýfara mætti á fundinn til að ræða málefni er varða reiðleiðir.

Nefndin samþykkir að breyta merkingu reiðleiða á Aðalskipulagi við Kleifarveg og Ósbrekku og merktar verði gamlar reiðleiðir um Fossabrekkur og Fossdal.

8.Umhverfismat á tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011 - 2022

Málsnúmer 1109133Vakta málsnúmer

Samgönguráð sendi inn auglýsingu um umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2011-2022 til kynningar í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.  Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismatið er til og með 4. nóvember 2011.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við umhverfismat á tillögum að samgönguáætlun 2011-2022

9.Þormóðsgata 20

Málsnúmer 1105127Vakta málsnúmer

Dúi J. Landmark eigandi Þormóðsgötu 20, Siglufirði óskar eftir framkvæmdar-/byggingarleyfi fyrir breytingar á húseign sinni skv. meðfylgjandi teikningu.

Erindi samþykkt

10.Klukkuturn

Málsnúmer 1110024Vakta málsnúmer

Stefán Örn Stefánsson arkitekt fyrir hönd Siglufjarðarkirkju sækir um leyfi til að reisa klukkustöpul skv. meðfylgjandi uppdráttum.  Stöpullinn hefur þegar verið smíðaður og málaður og verður reistur á steyptri undirstöðu sem næst þeim stað, þar sem gamla kirkjan á Hvanneyrarhól mun hafa staðið.

Erindi samþykkt.

11.Uppsetning umferðarmerkja í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103094Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar tillögur að breytingum / lagfæringum að umferðarmerkjum í Fjallabyggð sem unnið var af Jóni Árna Konráðssyni lögreglumanni að beiðni skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.

 

 

12.Deiliskipulag Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi  frá Skipulagsstofnun varðandi matslýsingar vegna tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal, Fjallabyggð.

13.Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023

Málsnúmer 1109146Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisráðuneytinu varðandi vinnu við útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang.  Sveitarfélaginu gefst kostur á að koma að umræddri vinnu og eru fulltrúar umhverfisráðherra reiðubúnir að funda með fulltrúum sveitarfélagsins.

14.Samþykkt um kattahald

Málsnúmer 0810130Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar tillaga að samþykkt um kattahald í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 16:30.