Friðun leiranna og votlendis í Siglufirði

Málsnúmer 1109107

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 06.10.2011

Guðný Róbertsdóttir sendi inn erindi þar sem hún óskar eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að haldið sé í heiðri þeirri stefnu um friðun Leiranna og votlendisins í Siglufirði sem bæjarstjórn staðfesti árið 1998.  Guðný beinir því til bæjaryfirvalda að leyfa ekki undir neinum kringumstæðum beit hrossa þarna á þessu viðkvæma svæði.  Girðingin sem ávallt hefur verið kringum gamalt ræktarland og náð að hinu eiginlega mýrlendi á Langeyrinni hefur nú verið færð út á friðlandið og afleiðingin er mjög greinileg.

Nefndin fer fram á að mörk úthlutaðra beitarhólfa verði virt og felur tæknideild að fylgja málinu eftir.