Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

114. fundur 26. maí 2011 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Beitiland í Siglufirði

Málsnúmer 1105008Vakta málsnúmer

Rætt var um beitilönd fyrir hross í Siglufirði og leggur nefndin til að innkallaður verði nýtingaréttur á  beitarhólfum og skilgreindum svæðum verði úthlutað til hestamannafélagsins Glæsis,sem sjái um úthlutun beitarhólfa gegn hóflegu gjaldi pr. fermetra.

2.Borhola í Skarðsdal

Málsnúmer 1102089Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Rarik, dagsett 29.mars 2011, en þar er óskað eftir framkvæmdarleyfi fyrir lögnum á Skarðsdal á Siglufirði.

Um er að ræða framkvæmdaleyfi fyrir lagningu allt að 3.186 m lögnum frá borholu SD-1 á Skarðsdal að miðlunargeymi ofan Siglufjarðar. Um er að ræða einangraða stálvatnspípu, háspennustreng og ljósleiðarastýringu.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt þann 5. maí 2011 einróma breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna heitavatnsborholu (SK-1) og nýrrar hitaveituvatnslagnar í Skarðsdal að þéttbýlinu á Siglufirði. Sú tillaga var samþykkt einróma í bæjarstjórn 10. maí 2011  og er hún nú til sýnis til þriðjudagsins 5. júlí 2011.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur rétt á grundvelli almannahagsmuna, samstöðu í stjórnsýslu Fjallabyggðar og í ljósi þess að engar athugasemdir hafa borist, að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið fyrir umræddum framkvæmdum verði gefið út.

3.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði - heimild til niðurrifs

Málsnúmer 1103013Vakta málsnúmer

Umsögn hefur borist frá Fornleifavernd ríkisnins, Sigurði Bergsteinssyni minjaverði Norðurlands eystra varðandi Kirkjuveg 4, Ólafsfirði.  Sigurður leggst gegn því að húsið við Kirkjuveg 4 verði rifið og vonast til að gert verði við það og því fundið verðugt hlutverk.

4.Lausaganga búfjár

Málsnúmer 1105040Vakta málsnúmer

Haraldur Björnsson og Óðinn Freyr Rögnvaldsson fyrir hönd fjáreigendafélags Siglufjarðar óska eftir heimild til að sleppa fé á afrétt í Siglufirði.

Nefndin hafnar erindinu þar sem engin skilgreind afrétt er í Siglufirði, en gerir ekki athugasemd að sauðfé sé sleppt á afrétt í Ólafsfirði.

5.Olíuafgreiðslutankur austan við afgreiðslutank Skeljungs við Ólafsfjarðarhöfn

Málsnúmer 1105023Vakta málsnúmer

Jón Andrjes Hinriksson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf. óskar eftir að setja upp olíuafgreiðslutank 9900 ltr. með innbyrgðri dælu austan við afgreiðslutank Skeljungs við Ólafsfjarðarhöfn. 

Hafnarstjórn samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti, en vísaði málinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Nefndin samþykkir erindið.

 

6.Umsókn um stækkun svala

Málsnúmer 1105088Vakta málsnúmer

Brynhildur Baldursdóttir óskar eftir leyfi til að stækka svalir á efri hæð húseignarinnar Hvanneyrarbraut 46.
Erindi samþykkt.

7.Uppsetning á skilti

Málsnúmer 1105052Vakta málsnúmer

Eyjólfur Bragi Guðmundsson og Daði Már Guðmundsson sækja um leyfi til að fá að setja upp auglýsingaskilti sem vísi á snóker og poolstofu ásamt matsölu í Lækjargötu 8, Siglufirði.  Staðsetningin sem haft er í huga er fyrir framan Aðalgötu 32, sunnan megin við götuna.

Erindi hafnað og ítrekað að kláruð verði vinna við þjónustuskilti fyrir Fjallabyggð.

8.Umsókn um stöðuleyfi til bráðabirgða og starfsemi á tjaldsvæði

Málsnúmer 1105005Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað frekari upplýsinga varðandi umbeðið svæði.

Innsend gögn eru ekki fullnægjandi og er óskað eftir að skilað verði umbeðnum gögnum til deildarstjóra tæknideildar.

9.Þormóðsgata 20

Málsnúmer 1105127Vakta málsnúmer

Dúi Landmark eigandi Þormóðsgötu 20 leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi verði veitt til að setja hús á lóðina skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir fullnægjandi gögnum.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1105130Vakta málsnúmer

Haraldur Árnason byggingartæknifræðingur fyrir hönd Ólafar Maríu Jóhannesdóttur óskar eftir leyfi til að byggja bílageymslu við húseignina Hornbrekkuveg 9 og breyta fyrrikomulagi skipulags innanhús skv. meðfylgjandi tillöguteikningu frá HSÁ Teiknistofu ehf.

Erindi samþykkt.

11.Fjárhús

Málsnúmer 1105129Vakta málsnúmer

Hanna Björg Hólm sækir um fyrir hönd systkina sinna að fá leyfi til að rífa fjárhús sem stendur ofan við Hólaveg, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

12.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 - borhola

Málsnúmer 1104029Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum um framkvæmd vegna heitavatsborholu (SK-1) og nýrri heitavatspípu á Skarðsdal og í Siglufirði skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Nefndin telur að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskild.

13.Vegir að Héðinsfjarðarvatni

Málsnúmer 1105146Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson fyrir hönd hluta eigenda jarðanna Víkur, Vatnsenda og Grundarkots í Héðinsfirði fer fram á að gefið verði leyfi til að ljúka framkvæmdum við frágang vega niður að Héðinsfjarðarvatni í samræmi við samning milli Vegagerðar ríkisins og landeigenda.

Erindið samþykkt með 3 atkvæðum, Sigurður á móti. 

Nefndin ítrekar að fyrir hönd landeigenda í Héðinsfirði komi formlegur aðili sem hefur umboð landeigenda til samskipta við bæjaryfirvöld.

14.Fundagerðir 18., 19., 20., 21. og 22. fundar Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1105099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.