Borhola í Skarðsdal

Málsnúmer 1102089

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 08.03.2011

Umsögn frá Skipulagsstofnun dags. 24. febrúar 2011 varðandi dæluhús og stofnlögn frá borholu í Skarðsdal liggur fyrir.  Samkvæmt henni ber Fjallabyggð að láta breyta Aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Nefndin felur tæknideild að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 26.05.2011

Lagt fram bréf frá Rarik, dagsett 29.mars 2011, en þar er óskað eftir framkvæmdarleyfi fyrir lögnum á Skarðsdal á Siglufirði.

Um er að ræða framkvæmdaleyfi fyrir lagningu allt að 3.186 m lögnum frá borholu SD-1 á Skarðsdal að miðlunargeymi ofan Siglufjarðar. Um er að ræða einangraða stálvatnspípu, háspennustreng og ljósleiðarastýringu.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt þann 5. maí 2011 einróma breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna heitavatnsborholu (SK-1) og nýrrar hitaveituvatnslagnar í Skarðsdal að þéttbýlinu á Siglufirði. Sú tillaga var samþykkt einróma í bæjarstjórn 10. maí 2011  og er hún nú til sýnis til þriðjudagsins 5. júlí 2011.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur rétt á grundvelli almannahagsmuna, samstöðu í stjórnsýslu Fjallabyggðar og í ljósi þess að engar athugasemdir hafa borist, að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið fyrir umræddum framkvæmdum verði gefið út.