Frumvarp til laga

Málsnúmer 1101141

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.02.2011

Lögð er fram tillaga að breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur farið yfir ofangreint frumvarp og gerir eftirfarandi athugasemd við 1. gr. lið a. þar sem vísað er í 3. mgr. 32. gr. laganna.
Breytingartillagan gerir ráð fyrir að sveitarstjórn geti ákveðið að aðalskipulag taki gildi hafi Skipulagsstofnun ekki afgreitt það innan fjögurra vikna frá því að það berst þeim til staðfestingar, synjunar eða frestunar. Þá er spurt,gefi sveitarstjórn t.d. út framkvæmdaleyfi s.kv. aðalskipulagi sem ekki hefur fengið staðfestingu Skipulagsstofnunar en Skipulagsstofnun hafni síðar á einhverjum forsendum, er hætt við að sveitafélag verði bótaskylt?