Efnistaka á Siglunesi -umsögn

Málsnúmer 1101142

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.02.2011

Nefndin fór yfir umsókn og umsagnir varðandi efnistöku á Siglunesi.

Nefndin veitir heimild til grjóttínslu úr landi Vélsmiðju Hjalta Einarssonar, landnúmeri 142277, til sjóvarna skv. umsókn Stefáns Einarssonar dagss. 7. janúar 2010. Efnisflutningar frá grjóttínslusvæði er háð samþykki eigenda lands sem þeir fara um.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

Í erindi Siglingastofnunar frá 18. mars s.l. er reiknað með að veitt verði heimild til að fara í framkvæmdir við sjóvarnir á Siglunesi og efnistöku þeirra vegna.
Jafnframt var tilkynnt að Siglingastofnun geti ekki lagt fram sinn hluta í framkvæmd við sjóvarnir á Siglunesi á þessu ári.
Fram kemur að í tengslum við endurskoðun samgönguáætlunar 2011-2014 verði ósk Fjallabyggðar um framlag til sjóvarna á Siglunesi tekin til umfjöllunar, en ekki sé hægt að tímasetja framkvæmdina.

Bæjarráð samþykkir að gera viðeigandi breytingar á fjárhagsáætlun í ljósi erindis.