Lóðamál

Málsnúmer 1011002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 11.11.2010

Fyrir hönd Herhúsfélagsins óska Ásta J. Kristjánsdóttir og Guðný Róbertsdóttir eftir að fá lóðarmörk skv. aðalskipulagi milli Herhússins, Norðurgötu 7b og lóðar hússins við Norðurgötu 5.  Ennfremur er sótt um að fá afnot af lóð sem er í eigu bæjarins fyrir framtíðarstarfsemi félagsins, lóðina sem afmarkast af lóðarlínum: Grundargötu 8, Norðurgötu 3 og Norðurgötu 5.

Nefndin leggur til að lóðin verði afmörkuð samkvæmt teikningu nr. 902805, dags. maí 2009  sem fyrst.

Nefndin óskar eftir hugmyndum Herhúsfélagsins um nýtingu af umbeðinni lóð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.02.2011

Herhúsfélagið sótti um lóðina Norðurgötu 5b á fundi nefndarinnar 11. nóvember 2010.  Óskað var eftir hugmynd Herhúsfélagsins af umbeðinni lóð.  Félagið sótti um lóðina í þeim tilgangi að nýta hana fyrir framtíðarstarfsemi Herhúsfélagsins, til að bæta aðstöðu listamanna sem dvelja í Herhúsinu.  Óskað er eftir að sá möguleiki verði opinn að byggja í framtíðinni lítið hús þar sem yrði verkstæði og einnig aðstaða til útivinnu.

Erindi frestað og vísað til tæknideildar.