Umsókn um beitarhólf

Málsnúmer 2011058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 06.01.2021

Lagt fyrir bréf frá Haraldi Björnssyni, dagsett 30. nóvember 2020, þar sem hann óskar eftir stækkun á beitarhólfum vegna fjárfjölda.
Einnig óskar hann eftir því að brunahani verði staðsettur við fjárhúsahverfi sem búið er að skipuleggja.
Nefndin hafnar ósk umsækjanda um beitarhólf en felur tæknideild að koma upp brunahana við Lambafen.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 03.03.2021

Lagt fram erindi Haralds Björnssonar dagsett 20. janúar 2021 þar sem hann óskar eftir aukningu á beitarhólfum fyrir sauðfé sitt þar sem núverandi hólf duga ekki miðað við þann fjárfjölda sem hann er með í fjárhúsi sínu.
Erindi hafnað. Helgi Jóhannsson situr hjá.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21.07.2021

Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra vegna ábendingar frá Haraldi Björnssyni þann 30. nóvember sl. um staðsetningu brunahana við skipulagt fjárhúsahverfi á Siglufirði.
Nefndin þakkar slökkviliðsstjóra greinargóða umsögn og tekur undir þau sjónarmið sem þar eru sett fram.