Framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum

Málsnúmer 1011055

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 24.11.2010

Samband Íslenskra Sveitarfélaga sendi inn erindi þar sem óskað er eftir afstöðu samstarfsaðila til þess að áframhald verði á verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum næstu 3 árin, þ.e. frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013. Jafnframt er lögð fram sú breyting á fjármögnun verkefnisins að samstarfsaðilar á sviði úrgangsmála greiði 50% af kostnaði við stöðu verkefnisstjóra.

Við nánari skoðun telur nefndin eðlilegt að vísa málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 193. fundur - 30.11.2010





Samband Íslenskra sveitarfélaga sendi inn erindi þar sem óskað er eftir afstöðu samstarfsaðila til þess að áframhald verði á verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum næstu 3 árin, þ.e. frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013. Jafnframt er lögð fram sú breyting á fjármögnun verkefnisins að samstarfsaðilar á sviði úrgangsmála greiði 50% af kostnaði við stöðu verkefnisstjóra en að Umhverfisráðuneytið greiði hluta af kostnaði þessum.
Skipulags - og umhverfisnefnd tók málið til afgreiðslu á 103 fundi sínum og telur eðlilegt að vísa málinu til bæjarráðs.


 


Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð taki þátt í verkefninu næstu þrjú árin þ.e. til 31.desember 2013 á grundvelli nýrra hugmynda um kostnaðarskiptingu. Áætlaður kostnaður Fjallabyggðar á ári er um 38.000.- á ári.