Árleg aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja

Málsnúmer 1011088

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 24.11.2010

Einar Baldvinsson fyrir hönd BSI sendir inn erindi þar sem bent er á kröfu um árlega aðalskoðun á leikvallartækjum og leiksvæðum samkvæmt reglugerð 942/2002.  Þar sem það er krafa að löggiltur fagaðili framkvæmi umrædda skoðun. Bíður BSI Fjallabyggð þjónustu sína á þessu sviði.

Nefndin felur tæknideild að leita eftir tilboðum í verkefnið til næstu 3 ára.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 26.10.2011





Lögð var fram skýrsla um aðalskoðun leiksvæða og leikvallatækja í Fjallabyggð sem BSI á Íslandi framkvæmdi  í júní 2011.


Nefndin leggur til að þau atriði í skýrslunni sem falla undir almennt viðhald verði unnin af þjónustumiðstöð og öðrum stærri verkum verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012.