Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

102. fundur 11. nóvember 2010 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Umferðaröryggisáætlun

Málsnúmer 1011045Vakta málsnúmer

Sigurður Helgason frá umferðarstofu mætti á fundinn og kynnti umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga og aðkomu umferðarstofu að slíkri vinnu.

2.Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010072Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulag frístundasvæðis vestan óss í Ólafsfirði.

Erindi frestað til næsta fundar.

 

3.Grundargata 9 - breytingar á húseign

Málsnúmer 1011007Vakta málsnúmer

Sigurjón Pálsson óskar eftir leyfi til að gera breytingar á fasteigninni að Grundargötu 9, skv. meðfylgjandi teikningum.  Endurnýja glugga, setja hurð á suðurhlið hússins, kvistar settir á þak og flóttaleiðir út af risi.

Erindi samþykkt en nefndin bendir á að æskilegt væri að halda upprunalegu útliti glugga.

4.Hraðahindrun við kirkjugarð á Siglufirði

Málsnúmer 1011034Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannsson vill vekja athygli á staðsetningu og frágangi hraðahindrunar á þjóðvegi móts við kirkjugarð, þar sem ekið er inn í Siglufjörð frá Héðinsfjarðargöngum. 

í framhaldi af framkominni ábendingu óskar nefndin eftir skoðun Vegagerðarinnar.

5.Kirkjugarður Saurbæjarás

Málsnúmer 1011005Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar hönnun Birkis Einarssonar af 1. áfanga við kirkjugarð Siglufjarðar við Ráeyrarveg.

Send hefur verið ítrekun til sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju um viðræður vegna framkvæmda við 1. áfanga kirkjugarðsins.

 

6.Lóðamál

Málsnúmer 1011002Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Herhúsfélagsins óska Ásta J. Kristjánsdóttir og Guðný Róbertsdóttir eftir að fá lóðarmörk skv. aðalskipulagi milli Herhússins, Norðurgötu 7b og lóðar hússins við Norðurgötu 5.  Ennfremur er sótt um að fá afnot af lóð sem er í eigu bæjarins fyrir framtíðarstarfsemi félagsins, lóðina sem afmarkast af lóðarlínum: Grundargötu 8, Norðurgötu 3 og Norðurgötu 5.

Nefndin leggur til að lóðin verði afmörkuð samkvæmt teikningu nr. 902805, dags. maí 2009  sem fyrst.

Nefndin óskar eftir hugmyndum Herhúsfélagsins um nýtingu af umbeðinni lóð.

7.Norðurgata 5, Siglufjörður

Málsnúmer 1011013Vakta málsnúmer

Jón Hólm Pálsson óskar eftir að gera breytingar á húseigninni að Norðurgötu 5 skv. meðfylgjandi teikningum.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að Húsafriðunarnefnd geri ekki athugasemdir. Húsið er byggt 1913 og þar af leiðandi fellur það undir lög um húsafriðun.

8.Starf deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 1010069Vakta málsnúmer





Undir þessum lið véku Elín Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Valur Þór Hilmarsson af fundi.


 


Nefndin fór yfir 15 umsóknir og eftir ýtarlega yfirferð ákvað nefndin að kalla 7 aðila í viðtal og felur formanni nefndarinnar, forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að ræða við þessa 7 umsækjendur.

9.Fjárhagsáætlun - framkvæmdir

Málsnúmer 1011052Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti hugmynd að vinnu vegna fjárhagsáætlunar 2011.

10.Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi

Málsnúmer 1011042Vakta málsnúmer

Sigurjón Magnússon hefur keypt skrifstofu og staka einingu Háfells á Ólafsfirði, og óskar eftir leyfi til að einingarnar sem staðsettar eru á flugvelli í Ólafsfirði fái að standa lengur upp á staðnum, eða í seinasta lagi til 30. ágúst 2011.  Gengið verður frá svæði undir einingunum þegar þær hafa verið fjarlægðar.

Erindi samþykkt.

11.Umsókn um leyfi til að halda hænur og endur

Málsnúmer 1011012Vakta málsnúmer

Svala G. Lúðvíksdóttir óskar eftir leyfi til að hafa hænur og endur í garðhúsi sínu að Hvanneyrarbraut 6, Siglufirði.

Samþykkt er að umsóknin fari í grenndarkynningu eigendum eftirtalinna húseigna:  Hvanneyrarbraut 2, 3b og 5b, Túngata 9 og 11 og Eyrargata 25, 27 og 29.

12.Vegna Eyrargötu 2,Siglufirði

Málsnúmer 1010125Vakta málsnúmer

Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir sækja um að eign þeirra að Eyrargötu 2, Siglufirði verði færð úr B flokki fasteignagjalda yfir í A flokk. 

Erindi samþykkt en óskað er eftir nýjum teikningu af innra skipulagi hússins.

 

13.Sandblakvöllur

Málsnúmer 1007052Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á 177. fundi sínum að svæði við Túngötu á Siglufirði færi í grenndarkynningu, þar sem blak klúbbar á Siglufirði höfðu óskað eftir að byggja upp sandblakvöll.  Grenndarkynningu er lokið og komu engar athugasemdir.

Samþykkt.

14.Dánarbú Hafsteins Hólm -lóðamál

Málsnúmer 1010136Vakta málsnúmer

Jón Hólm Hafsteinsson og Hanna Björg Hólm óska eftir nýjum lóðaleigusamningum, Hanna Björg fyrir Vallargötu 7 og Jón Hólm fyrir Hvanneyrarbraut 17. 

Erindi samþykkt.

15.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1011056Vakta málsnúmer

Guðbrandur J. Ólafsson og Sigríður E. Ólafsdóttir Eyrargötu 8 óska eftir leyfi til að setja svalir á vesturhlið húseignar og endurnýja klæðningu skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi samþykkt.

16.Skilti

Málsnúmer 1011054Vakta málsnúmer

Pálína Pálsdóttir fyrir hönd SR Byggingarvörur ehf óskar eftir að fá að setja 3 skilti á ljósastaura í Siglufirði.  Á horni Eyrargötu og Túngötu, á horni Aðalgötu og Vetrarbrautar og á horni Gránugötu og Vetrarbrautar.

Erindi samþykkt.

17.Fundargerð 14. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1011019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.