Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

310. fundur 10. apríl 2024 kl. 16:00 - 17:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
  • Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Flæðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2403071Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar dags. 25.3.2024. Breytingin er unnin samhliða breytingu deiliskipulags Flæða þar sem gert er ráð fyrir raðhúsi á svæði sem í dag er skilgreint sem opið svæði (323 OP). Opið svæði minnkar um 0.3 ha og íbúðarsvæði (320 ÍB) stækkar sem því nemur.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breyting á deiliskipulagi Flæða

Málsnúmer 2401030Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Flæða dagsett 5.4.2024. Sú breyting er gerð að í stað fjögurra lóða fyrir einbýlishús við Ægisbyggð 7 og Mararbyggð 14, 16 og 18, verða á svæðinu þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð ásamt sambyggðum bílgeymslum. Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði/útivistarsvæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á deiliskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins er gert ráð fyrir einbýlishúsum á nýjum lóðum á svæðinu.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag Hrannar- og Bylgjubyggð 2

Málsnúmer 2401031Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi við Hrannar- og Bylgjubyggð 2. Tillagan samanstendur af uppdrætti dags. 4.4.2024 og greinargerð dags. 5.4.2024. Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum svæðum inn í skipulag, skilgreina nýjar lóðir með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í heildrænt yfirbragð byggðarinnar á svæðinu þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Námuvegur Ólafsfirði

Málsnúmer 2403070Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar við Námuveg 8 í Ólafsfirði, dags. 25.3.2024. Landnotkunarreitur 302 AT minnkar um 0,5 ha og nýr landnotkunarreitur verslunar og þjónustu við Námuveg 8 verður til (329 VÞ). Skipulagsákvæði sett í samræmi við fyrirhugaða nýtingu húsnæðis við Námuveg 8.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Óveruleg breyting á deiliskipulagi þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 2404033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags þjóðvegarins við Aðalgötu/Múlaveg í Ólafsfirði, dags. 9.4.2024. Á breytingaruppdrættinum eru listaðar upp þær breytingar sem lagðar eru til.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Umsókn til skipulagsfulltrúa - Norðurgata 16

Málsnúmer 2404035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Byggingarfélaginu Berg ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi Þormóðseyrar fyrir lóðina Norðurgötu 16. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit og lagfæringu lóðarmarka til samræmis við lóðarleigusamning.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að Byggingarfélagið Berg láti vinna tillögu að breytingu deiliskipulagsins í samræmi við það sem talið er upp í inngangi.

7.Bakkabyggð 10 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2404004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi við Bakkabyggð 10 í Ólafsfirði ásamt fylgigögnum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir byggingaráformin og mun byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi þegar skilyrði 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

8.Skarðsvegur 1 Siglufirði - Merkjalýsing

Málsnúmer 2403069Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar merkjalýsing fyrir nýja lóð við Skarðsveg 1 sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal.
Samþykkt
Nefndin samþykkir merkjalýsinguna fyrir sitt leyti.

9.Bakkabyggð 10 - Merkjalýsing

Málsnúmer 2403072Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar merkjalýsing fyrir nýja lóð við Bakkabyggð 10, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag Flæða í Ólafsfirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir merkjalýsinguna fyrir sitt leyti.

10.Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóðir

Málsnúmer 2404015Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun félagsmálanefndar frá 8.4.2024 þar sem óskað er eftir því að lóðirnar að Gránugötu 8, Gránugötu 12 og Hvanneyrarbraut 27 á Siglufirði verði teknar frá fyrir uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk en ekki liggur fyrir hvaða lóð eða lóðir verða fyrir valinu á þessu stigi málsins. Einnig er óskað eftir því að undirbúningur verði hafinn fyrir deiliskipulag væntalegrar starfsemi búsetuþjónustu fatlaðs fólks með þessar lóðir í huga. Gert er ráð fyrir byggingarmagni sem nemur 5-6 íbúðum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir að undirbúningur deiliskipulags verið hafinn. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á fleiri stöðum undir slíkt búsetuúrræði og óskar eftir minnisblaði sem lagt verður fyrir félagsmálanefnd til umsagnar, áður en deiliskipulagsvinna hefst.

11.Breyting á lóðarmörkum Snorragötu 4A

Málsnúmer 2404021Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á lóðarmörkum Snorragötu 4A vegna staðsetningar stofnlagnar vatnsveitu á lóðinni.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

12.Endurnýjun á leyfi til vargeyðingar á Leirutanga

Málsnúmer 2404010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Icelandic Eider ehf., leigutaka dúntekju á Leirutanga, þar sem óskað er eftir því að endurnýja leyfi til vargeyðingar á Leirutanga. Sérstakt leyfi var gefið út fyrir framkvæmdarstjóra Icelandic Eider ehf, Árna Rúnar Örvarsson, til vargeyðingar þar árið 2023 en endurnýja þarf leyfið árlega. Einnig vill Icelandic Eider ehf. koma því áleiðis að vargeyðingu hefur verið afar ábótavant þá mánuði sem ekki er varptími æðarfugls, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði og vonar undirritaður að það standi til bóta.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun leyfis til vargeyðingar á Leirutanga.

13.Fyrirspurn um lóð - Hvanneyrarbraut 70

Málsnúmer 2403007Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var kallað eftir frekari upplýsingum um fyrirætlanir málsaðila sem sendi inn fyrirspurn um lóðina Hvanneyrarbraut 70. Svar barst í tölvupósti þann 26.3.2024 þar sem lýst var yfir áhuga á að byggja á lóðinni hús og bílskúr í svipuðum stíl og það sem stendur við Hvanneyrarbraut 66.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin telur sig ekki geta veitt vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar þar sem innköllun á henni hefur ekki farið fram. Tæknideild falið að hefja innköllun ónýttrar lóðar við Hvanneyrarbraut 70 og hefja undirbúning deiliskipulagsvinnu norðurbæjar Siglufjarðar.

14.Loftslagsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401077Vakta málsnúmer

Fulltrúar SSNE mættu á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu málefni loftslagsstefnu sem sveitarfélögum er skylt að setja skv. lögum nr.70/2012 um loftslagsmál.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu. Tæknideild falið að vinna málið áfram.

15.Erindi frá ON vegna uppbyggingar hleðsluinnviða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Haraldar S. Magnússonar f.h. Orku Náttúrunnar þar sem óskað er eftir samstarfi við uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að vinna heildstæða kortlagningu á ákjósanlegum stöðum til uppbyggingar hleðsluinnviða í sveitarfélaginu.

16.Úrskurður um kæru vegna Lindargötu 24

Málsnúmer 2403002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru framkvæmda á lóð nr. 24 við Lindargötu á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:50.