Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóðir

Málsnúmer 2404015

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 07.04.2024

Félegsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að óska eftir því við bæjaryfirvöld að lóðirnar að Gránugötu 8, Gránugötu 12 á Siglufirði og Hvanneyrarbraut 27 á Siglufirði verði teknar frá og verði ekki til almennrar úthlutunar þar sem nú er í undirbúningi að skipuleggja uppbyggingu á búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og koma þessar lóðir vel til greina, en á þessu stigi málsins liggur ekki fyrir hvaða lóð eða lóðir kunna að verða fyrir valinu. Jafnframt er óskað eftir því að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi fyrir væntanlega starfsemi búsetuþjónustu fatlað fólks. Gert er ráð fyrir byggingarmagni sem nemur 5-6 íbúðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram bókun félagsmálanefndar frá 8.4.2024 þar sem óskað er eftir því að lóðirnar að Gránugötu 8, Gránugötu 12 og Hvanneyrarbraut 27 á Siglufirði verði teknar frá fyrir uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk en ekki liggur fyrir hvaða lóð eða lóðir verða fyrir valinu á þessu stigi málsins. Einnig er óskað eftir því að undirbúningur verði hafinn fyrir deiliskipulag væntalegrar starfsemi búsetuþjónustu fatlaðs fólks með þessar lóðir í huga. Gert er ráð fyrir byggingarmagni sem nemur 5-6 íbúðum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir að undirbúningur deiliskipulags verið hafinn. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á fleiri stöðum undir slíkt búsetuúrræði og óskar eftir minnisblaði sem lagt verður fyrir félagsmálanefnd til umsagnar, áður en deiliskipulagsvinna hefst.