Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

300. fundur 05. júlí 2023 kl. 16:00 - 17:40 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu

Málsnúmer 2208059Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði, dagsett 30.6.2023, þar sem búið er að verða við athugasemdum nefndarinnar frá síðasta fundi. Einnig lögð fram drög að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem auglýst verður samhliða nýju deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en þær verða teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn, í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn til skipulagsfulltrúa - breyting á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skarðsdal

Málsnúmer 2306073Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsett 28.júní 2023 óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé, f.h. Leyningsás ses, eftir breytingum á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skarðsdal. Helsta breytingin felst í uppsetningu diskalyftu fyrir ofan fyrirhugað bílastæði og aðlögun svæðisins að því sbr. breytingaruppdrátt sem unninn var hjá Eflu verkfræðistofu dags. 16.6.2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir breytingu á deiliskipulagi. Breytingin telst óveruleg og verður afgreidd í samræmi við 2. og 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda verður fallið frá grenndarkynningu.

3.Umsókn til skipulagsfulltrúa - framkvæmdaleyfi vegna niðurrifs á skíðalyftu

Málsnúmer 2306072Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 28.júní 2023 óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé, f.h. Leyningsás ses, eftir framkvæmdaleyfi til að fjarlægja neðstu diskalyftu svæðisins sem er svo áætlað að staðsetja við nýtt byrjunarsvæði skíðasvæðisins. Framkvæmd þessi er í samræmi við gildandi deiliskipulag af svæðinu þar sem ekki er gert ráð fyrir lyftu á þessum stað vegna snjóflóðahættu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Erindi samþykkt.

4.Tilkynningarskyld framkvæmd - Eyrarflöt 6-8 Siglufirði

Málsnúmer 2306061Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 27.júní 2023 óska L-7 verktakar fyrir hönd eigenda á Eyrarflöt 6-8 Siglufirði, eftir leyfi til minniháttar útlitsbreytinga á sólskála sem snýr til vesturs. Breytingarnar felast í uppsetningu liggjandi timburklæðningar á neðri gluggaröð sólskálanna þar sem rúður brotna ítrekað vegna snjóalaga og klakamyndunar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Bakkabyggð 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

Málsnúmer 2306010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 5.6.2023 þar sem Jón Karlsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi við Bakkabyggð 4 í samræmi við meðfylgjandi teikningar unnar af VK Verkfræðistofu dags. 8.5.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

Málsnúmer 2307001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 1.7.2023 þar sem Siglunes Guesthouse ehf. sækir um leyfi fyrir svölum úr stáli á kvist á suðausturhorni Lækjargötu 10. Einnig lagðar fram teikningar dags. 30.6.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - breytt notkun á rými 0201 og 0203, Aðalgötu 34

Málsnúmer 2307003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 3.7.2023 þar sem L-7 ehf. sækir um leyfi fyrir hönd Selvíkur ehf, á sameiningu rýma 0201 og 0203 á Aðalgötu 34 og breytta notkun úr skrifstofurýmum í íbúð. Einnig lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu og samþykki annars eiganda í húsinu.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu - Laugarvegur 34

Málsnúmer 2306060Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 27.júní 2023 óskar Sigurbjörn Ragnar Antonsson eftir leyfi fyrir viðbyggingu við neðri hæð Laugarvegar 34 samkvæmt meðfylgjandi bráðarbirgðateikningum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 13

Málsnúmer 2306031Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 13.júní 2023 sækir Hrönn Hafþórsdóttir eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Hvanneyrarbraut 13 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 19.6.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

10.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 39

Málsnúmer 2306032Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 13.júní 2023 sækja Aníta Ísey Jónsdóttir og Alfreð Ingvar Gústavsson eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Suðurgötu 39 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 19.6.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

11.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vesturgata 9

Málsnúmer 2306034Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 19.júní 2023 sækja Ragnar Þór Björnsson og Bergur Rúnar Björnsson eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Vesturgötu 9 í Ólafsfirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 21.6.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

12.Umsókn um afnot af landsvæði í eigu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2306037Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 18.júní 2023 sækir Ómar Óskarsson eftir afnot af landsvæði norðan við lóð hans á Hávegi 3. Landsvæðið sem er í eigu Fjallabyggðar, er afmarkað á meðfylgjandi uppdrætti og er um 47 fm að stærð og yrði nýtt undir garðskúr.
Synjað
Nefndin getur ekki veitt samþykki sitt fyrir afnotum af landsvæði í eigu Fjallabyggðar utan lóðarmarka sbr. framlagðan uppdrátt. Hægt er að sækja um stækkun lóðarinnar við Háveg 3 til norðurs, með samþykki allra húseigenda.

13.Nýr lóðarleigusamnignur fyrir Austurhöfn 1 Ólafsfirði

Málsnúmer 2307008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamning fyrir Austurhöfn 1 ásamt lóðarblaði tæknideildar dags. 4.júlí 2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Minnisvarði um síldarstúlkuna

Málsnúmer 2303058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna, vegna framkvæmdaleyfis fyrir bryggjustúf til móts við Gránu á Snorragötu.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

15.Leyfi til að mála fótspor á gangstéttar og götur

Málsnúmer 2306057Vakta málsnúmer

Með erindi Þorsteins Ásgeirssonar f.h. Fjallasala ehf. er sótt um leyfi til að mála trölla fótspor á gangstéttar og hluta til á götur við Aðalgötu og Strandgötu í kringum Pálshús og Kaffi Klöru. Tilgangurinn er að vekja athygli á Pálshúsi og Kaffi Klöru.
Samþykkt
Nefndin samþykkir málun tröllaspora á gangstétt og bílastæði sem tilheyra Pálshúsi og Kaffi Klöru í samráði við eigendur Kaffi Klöru.

16.Ósk um að loka götu tímabundið

Málsnúmer 2306083Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 30.júní 2023 óskar Marteinn B. Haraldsson f.h. Seguls 67 Brugghúss eftir leyfi til að loka Vetrarbraut frá gatnamótum Aðalgötu/Vetrarbraut að gatnamótum Vetrarbraut/Eyrargötu laugardaginn 5. ágúst nk. vegna árlegu Bjórleikanna.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

17.Eyrarflöt -gatnagerð

Málsnúmer 2207041Vakta málsnúmer

Gatnagerð við Eyrarflöt hófst haustið 2022 með nýrri götu og lögnum að Eyrarflöt 14-20. Ásókn í aðrar lóðir á svæðinu kalla á frekari gatnagerðir og frágang á svæðinu. Til að hægt sé að halda áfram með uppbygginu íbúða, sérstaklega til endursölu, er mikilvægt að frágangi grænna svæða sé lokið, s.s. leiksvæðis, sem og frágangur gatna og gangstétta og önnur umgjörð svæðisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin óskar eftir að tæknideild ljúki hönnun Eyrarflatar og sem og hönnun og frágang opinna svæða í samræmi við gildandi deiliskipulag.

18.Lagfæring Tjarnargötu norðan Aðalgötu

Málsnúmer 2307004Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Rúnari Marteinssyni f.h. Primex ehf. þar sem óskað er eftir lagfæringu á Tjarnargötu skv. meðfylgjandi myndum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Tæknideild falið að undirbúa framkvæmdir á Tjarnargötu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Framkvæmdinni vísað áfram til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.

19.Tímabundið stöðuleyfi fyrir hreyfanlegan matvagn

Málsnúmer 2307005Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 3. júlí 2023 óskar Kristinn Kristjánsson eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir hreyfanlegan matarvagn. Áætlaður opnunartími er frá kl.16 til 23 en þó lengur þegar haldnar eru bæjarhátíðir. Óskað er eftir heimild nefndarinnar fyrir eftirtöldum staðsetningum:

1. Torgið Siglufirði
2. Aðalgötu 24 (búið að ræða við húseigendur)
3. Horn Aðalgötu og Tjarnargötu
4. Á svæðinu milli Tónskóla og Bæjarskrifstofu
5. Tjaldsvæðinu Siglufirði
6. Aðalgötu 25

Einnig lagt fram samþykki heilbrigðiseftirlitsins sem samþykkti starfsleyfi matsöluvagnsins á fundi sínum þann 30.júní sl.
Samþykkt
Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir matsöluvagninn til 2.október 2023.

20.Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 2306048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar niðurstaða fyrsta hluta verkefnisins Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra sem unnin var af Smára Jónasi Lúðvíkssyni fyrir SSNE. Merktir hafa verið inn á loftmynd skurðir í beinni eigu sveitarfélaganna sem eru heppilegir til endurheimtar. Næstu skref eru í höndum sveitarfélaganna sjálfra, sem þurfa að raunmeta á staðnum þá skurði sem merktir hafa verið heppilegir til endurheimtar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að skoða nánar hvaða kostir eru raunhæfir til endurheimtar votlendis í landi Fjallabyggðar skv. ofangreindu verkefni.

Fundi slitið - kl. 17:40.