Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 2306048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 795. fundur - 27.06.2023

Skýrsla SSNE um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar og umsagnar.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 05.07.2023

Lagt fram til kynningar niðurstaða fyrsta hluta verkefnisins Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra sem unnin var af Smára Jónasi Lúðvíkssyni fyrir SSNE. Merktir hafa verið inn á loftmynd skurðir í beinni eigu sveitarfélaganna sem eru heppilegir til endurheimtar. Næstu skref eru í höndum sveitarfélaganna sjálfra, sem þurfa að raunmeta á staðnum þá skurði sem merktir hafa verið heppilegir til endurheimtar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að skoða nánar hvaða kostir eru raunhæfir til endurheimtar votlendis í landi Fjallabyggðar skv. ofangreindu verkefni.