Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

295. fundur 01. mars 2023 kl. 16:00 - 17:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar

Málsnúmer 2209058Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna tillögu að deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar, sem auglýst var frá 13. janúar til 24. febrúar 2023. Einnig lögð fram svör við hluta af þeim athugasemdum sem bárust.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað á meðan úrvinnsla athugasemda fer fram.

2.Breyting á deiliskipulagi Snorragötu

Málsnúmer 2210107Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Snorragötu sem unnið er samhliða deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar. Tillagan var auglýst frá 13.janúar til 24. febrúar 2023. Einnig lögð fram svör við þeim athugasemdum sem bárust.
Óskað er eftir uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti þar sem búið er að koma til móts við þær ábendingar sem bárust.

3.Óveruleg breyting á deiliskipulagi malarvallarins

Málsnúmer 2302072Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Falk Kruger arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi malarvallarins þar sem hámarksbyggingarmagn er aukið um 50fm á öllum lóðum og færslu á suðurlínu byggingarreita um 0,5m til suðurs á lóðum Vallarbrautar 2,4 og 6. Einnig lagður fram breytingaruppdráttur með ofantöldum breytingum.
Erindi samþykkt. Breytingin verður afgreidd í samræmi við 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 þar sem breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

4.Stækkun kirkjugarðs við Saurbæjarás

Málsnúmer 2211032Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag kirkjugarðsins við Saurbæjarás.
Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Brimnesvegur 18 Ólafsfirði

Málsnúmer 2212029Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi dagsett 14.12.2022 þar sem Jónína M. Friðriksdóttir sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og lagfæringu utanhúss í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Breytingin var grenndarkynnt aðliggjandi húsum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 en engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt og verður gefið út þegar borist hefur uppáskrift byggingarstjóra.

6.Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2302045Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um framkvæmd við Hafnargötu 16 í Ólafsfirði þar sem áætlað er að reisa brunastiga við norðurhlið hússins.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 18 Siglufirði

Málsnúmer 2302044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Sigurlína Káradóttir og Ólafur Natan Halldórsson sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Laugarveg 18, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.16.02.2023.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 54-56

Málsnúmer 2302071Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Eva Björk Ómarsdóttir og Berglind Gylfadóttir f.h. húsfélaganna við Hvanneyrarbraut 54 og 56, sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hvanneyrarbraut 54-56. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.27.02.2023.
Erindi samþykkt.

9.Umsókn um lóð - Eyrargata 26 Siglufirði

Málsnúmer 2302048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.2.2023 þar sem Verkstjórn ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 26 við Eyrargötu á Siglufirði.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.Umsókn um lóð - Eyrargata 13 Siglufirði

Málsnúmer 2302049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 19.2.2023 þar sem Jón Salmannsson f.h. Fræðslustúkunnar Drafnar, sækir um úthlutun á lóðinni Eyrargötu 13 undir bílastæði fyrir Grundargötu 11.
Í 5.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð kemur fram að heimilt sé að úthluta lóð á óskipulögðu svæði þar sem áður hafa staðið hús ef stærð og yfirbragð nýrra húsa er í samræmi við aðliggjandi byggð. Þar sem ekki stendur til að byggja nýtt hús á tilgreindri lóð sér nefndin sér ekki fært að verða við þessari beiðni.

11.Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer

Tekin umræða um staðsetningu grenndargáma í Fjallabyggð sem munu taka við flokkuðu gleri, málmum og textíl frá heimilum.
Tæknideild falið að leita samþykkis fyrir staðsetningum grenndargáma við kjörbúðir sveitarfélagsins og Olís svo hægt sé að hefja söfnun á málmum, gleri og textíl frá heimilum. Tæknideild einnig falið að koma með tillögur að framtíðarstaðsetningum grenndargáma í íbúðarhverfum sveitarfélagsins.

12.Lagning bíla við Laugarveg 8-16

Málsnúmer 2302041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá íbúa við Laugarveg þar sem óskað er eftir því að við Laugarveg 8-16 verði aðeins heimilt að leggja við austurkant götunnar í stað vesturkants eins og reglur gera ráð fyrir í dag. Ástæðan er mikil þrenging á þessum stað götunnar og erfitt að athafna sig og komast út úr bíl ef leggja á við vesturkant, nema að leggja bílnum því lengra út á götu sem þrengir hana enn meira.
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna en sér sér ekki fært að verða við erindinu. Umferðarskilti á Laugarvegi eru í samræmi við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins þar með talið skilti sem staðsett er við suðurenda Laugarvegar, B21.11 sem bannar lagningu ökutækja meðfram gangstétt.

13.Fegrum Fjallabyggð 2023-2024

Málsnúmer 2302014Vakta málsnúmer

Hugmyndasöfnun vegna verkefnisins Fegrum Fjallabyggð fór fram dagana 11. janúar - 1. febrúar. Alls bárust 43 hugmyndir. Lögð fram samantekt þeirra hugmynda sem bárust og lagt mat á það hverjar uppfylla skilyrði til að komast í íbúakosningu.
Nefndin þakkar öllum sem lögðu sitt að mörkum með tillögum að umhverfisverkefnum. 14 hugmyndir uppfylla skilyrði til að komast í íbúakosningu sem stefnt er á að fari fram í mars.

14.Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu

Málsnúmer 2208059Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem auglýst var frá 16. janúar til 1. febrúar 2023. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Brimbrettafélagi Íslands. Einnig lögð fram svör við þeim ábendingum sem bárust.
Lagt fram til kynningar.

15.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026

Málsnúmer 2301062Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar siðareglur kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 17:50.