Óveruleg breyting á deiliskipulagi Snorragötu

Málsnúmer 2210107

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 01.11.2022

Lögð fram breytingartillaga á deiliskipulagi Snorragötu sem unnin er samhliða gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi i þéttbýli Siglufjarðar. Breytingin felur í sér að aðlaga skipulagsmörk svo þau skarist ekki, staðsetja gönguþveranir með miðeyjum til að draga úr umferðahraða í gegnum safnasvæðið og gera ráð fyrir göngustíg austan Snorragötu frá Norðurtúni að Norðurtanga. Einnig er aðkomu að Sigló Hótel breytt skv. núverandi útfærslu sem gildandi deiliskipulag hafði ekki gert ráð fyrir.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði kynnt á opnum íbúafundi samhliða tillögu deiliskipulags þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 04.01.2023

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu dagsett 2. desember 2022, sem unnin er samhliða deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar. Tillagan var kynnt á íbúafundi þann 16. nóvember 2022. Einnig lagt fram minnisblað hönnuðar vegna breytinga á gatnamótum Snorragötu og Norðurtúns þar sem fyrirhuguðu hringtorgi er breytt í T-gatnamót.
Samþykkt
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 01.03.2023

Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Snorragötu sem unnið er samhliða deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar. Tillagan var auglýst frá 13.janúar til 24. febrúar 2023. Einnig lögð fram svör við þeim athugasemdum sem bárust.
Óskað er eftir uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti þar sem búið er að koma til móts við þær ábendingar sem bárust.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 800. fundur - 18.08.2023

Þann 29.mars sl. samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að auglýsa breytingu deiliskipulags Snorragötu að nýju vegna umsóknar RÆS minningarfélags um síldarstúlkuna, um nýjan bryggjustúf undir listaverk við Snorragötu (tilvísun í mál nr. 2303058). Tillagan var auglýst með athugasemdafresti frá 28. apríl til 9.júní 2023. Ábending barst frá Vegagerðinni um að merkja inn á uppdrátt veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar, búið er að bæta því inn á uppdrátt. Að öðru leyti bárust ekki athugasemdir sem gáfu tilefni til breytinga.
Samþykkt
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir auglýsta breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.