Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar

Málsnúmer 2209058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 01.11.2022

Lögð fram drög að greinargerð og uppdráttum fyrir deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar, unnið af Herði Bjarnasyni og Iðunni Daníelsdóttur hjá Mannvit. Skipulagslýsing fyrir verkefnið var kynnt samhliða deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Ólafsfjarðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan og forsendur hennar verði kynnt á opnum íbúafundi skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 01.03.2023

Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna tillögu að deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar, sem auglýst var frá 13. janúar til 24. febrúar 2023. Einnig lögð fram svör við hluta af þeim athugasemdum sem bárust.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað á meðan úrvinnsla athugasemda fer fram.