Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 223. fundur - 15.12.2022

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um innleiðingu breyttrar sorphirðu vegna gildistöku nýrra laga um meðhöndlun úrgangs, þar sem lagt er til að sá starfshópur sem skipaður hefur verið, fái umboð til að hefja innleiðingarferli í samræmi við nýja löggjöf um meðhöndlun úrgangs ásamt því að undirbúa væntanlegt útboð sem fara þarf í. Fjárútlát tengd verkefninu verða borin undir bæjarráð.

Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela starfshópnum að hefja innleiðarferlið.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 134. fundur - 25.01.2023

Ný lög um meðhöndlun úrgangs tóku gildi 1. janúar 2023. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna innleiðingarinnar.
Hafnarstjóri fór yfir breytingar sem gera þarf í kjölfar nýrra lagasetningar um meðhöndlun úrgangs.
Koma þarf upp söfnun fyrir fjóra flokka af sorpi þ.e. plast, pappír, lífrænt og almennt sorp. Yfirhafnarverði falið að finna staðsetningar fyrir sorpílát við hafnirnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 295. fundur - 01.03.2023

Tekin umræða um staðsetningu grenndargáma í Fjallabyggð sem munu taka við flokkuðu gleri, málmum og textíl frá heimilum.
Tæknideild falið að leita samþykkis fyrir staðsetningum grenndargáma við kjörbúðir sveitarfélagsins og Olís svo hægt sé að hefja söfnun á málmum, gleri og textíl frá heimilum. Tæknideild einnig falið að koma með tillögur að framtíðarstaðsetningum grenndargáma í íbúðarhverfum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Lagt fram tilboð EFLU í gerð útboðsgagna og ráðgjöf vegna breyttrar sorphirðu í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við EFLU vegna vinnu við gerð útboðsgagna og ráðgjafar vegna útboðs á sorphirðu í Fjallabyggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29.03.2023

Í samræmi við bókun nefndarinnar frá 1. mars sl. eru lagðar fram tillögur tæknideildar að framtíðarstaðsetningum grenndargáma í íbúðarhverfum sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar tæknideild fyrir framlagðar tillögur og tekur málið upp að nýju þegar tegund grenndargáma liggur ljós fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13.10.2023

Tilboð í sorphirðu fyrir tímabilið 2023-2026 voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar þann 5.10.2023.
Lagt fram minnisblað Eflu eftir yfirferð tilboða.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir í samræmi við tillögur tæknideildar að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 03.11.2023

Bæjarráð leggur til að framlengja umboð starfshóps um sorphirðu en óskar jafnframt eftir að hópurinn skili greinargerð á næsta fundi bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarráð leggur til að framlengja umboð starfshóps um sorphirðu en óskar jafnframt eftir að hópurinn skili greinargerð á næsta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 235. fundur - 09.11.2023

Á 810. fundi bæjarráðs var lagt til að framlengja umboð starfshóps um sorphirðu í Fjallabyggð. Lagt var til að hópurinn myndi skila greinargerð til bæjarstjórnar.
Greinargerð starfshópsins tekin fyrir.

Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn felur starfshópnum að skila mótuðum tillögum um fyrirkomulag og rekstur flokkunarstöðva og grenndarstöðva til framtíðar, ásamt því að fara yfir gjaldskrár. Starfshópnum er gert að skila stöðuskýrslu fyrir páska.
Starfshópinn skipa: Arnar Þór Stefánsson (formaður), Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir og Ármann Viðar Sigurðsson.

Samþykkt með 7 atkvæðum.