Gámasvæði í Aravíti

Málsnúmer 1007118

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Auðun Pálsson fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf vill leggja til skoðunar breytingar á staðsetningu gámasvæðisins á Siglufirði.  Að gámasvæðið verði staðsett innanhúss í Aravíti við hlið áhaldahússins á Siglufirði. 

Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 214. fundur - 17.05.2011

Rætt um staðsetningu gámasvæðis í húsnæðinu að Lækjargötu 16 Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá kostnaðarmat og samanburð við uppbyggingu núverandi gámasvæðis.
Forsendur umhverfisfulltrúa og vinnueftirlits til slíks rekstrar þurfa að liggja fyrir.
Jafnframt þarf að kanna forsendur starfsleyfis.