Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020

Málsnúmer 2010035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23.10.2020

Lögð fram umsókn ásamt staðfestingu á umsókn sveitarfélagsins til Orkustofnunar um innviðastyrk fyrir vistvæn ökutæki í Fjallabyggð og við opinbera staði, dags. 20.10.2020

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn til Orkusjóðs um styrk fyrir hleðslustöðvar fyrir vistvæn ökutæki í Fjallabyggð og við opinberar stofnanir í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12.01.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.01.2021 þar sem fram kemur að Fjallabyggð sótti um styrk til Orkusjóðs vegna orkuskipta. Sótt var um styrk upp á 5 milljónir sem fer til kaupa og uppsetningar á 8 Ac hleðslustöðvum og einni 50 kw. hraðhleðslustöð. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að Fjallabyggð leggi til 50% af kostnaði við verkefnið. Orkusjóður hefur samþykkt styrk til Fjallabyggðar upp á 5 milljónir og er því óskað eftir viðauka upp á 5 milljónir svo hægt sé að framkvæma verkið.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gera tillögu að staðsetningu stöðva sem og að vinna kostnaðaráætlun fyrir hvern stað og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 681. fundur - 26.01.2021

Í framhaldi af bókun 679. fundar bæjarráðs. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar varðandi mögulegar staðsetningar á hleðslustöðvum og áætluðum kostnaði við uppsetningu.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 03.02.2021

Á 681.fundi bæjarráðs var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar varðandi mögulegar staðsetningar á hleðslustöðvum og áætluðum kostnaði við uppsetningu. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til umsagnar næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.