Umsókn um framkvæmdaleyfi - efnisnám úr námu við Hól í Ólafsfirði og Lágheiði

Málsnúmer 2004065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 06.05.2020

Með erindum sendum inn 27. apríl 2020 óskar Heimir Gunnarsson fyrir hönd Vegagerðarinnar eftir framkvæmdaleyfum vegna efnistöku úr námum 19726 Hóll við Ólafsfjarðarveg og 19901 Lágheiði norðan neyðarskýlis. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfin séu veitt frá 1. júlí 2020 til 30. júní 2021.
Nefndin samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu 19726, Hól við Ólafsfjarðarveg frá 1. júlí 2020 til 30. júní 2021, í samráði við landeigendur. Tæknideild falið að skoða betur staðsetningu námu 19901 á Lágheiði, hvort hún falli innan sveitarfélagsmarka Fjallabyggðar.