Áningastaður og skilti út á Kambi - Ólafsfirði

Málsnúmer 2004056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 06.05.2020

Lagt fram erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Svanfríður Halldórsdóttir f.h. stjórnar U.M.F. Vísis lýsir áhuga félagsins á því að komið verði upp áningastað úti á Kambi, austan fiskihjallanna. Hugmyndin er að setja upp skilti með upplýsingum um Kleifar, Múlann og landnámsmanninn Gunnólf gamla. Ungmennafélagið myndi sjá um kostnað við gerð skilta og uppsetningu ef samkomulag næst við sveitarfélagið um undirbúning svæðisins og staðsetningu.
Erindi samþykkt og samráð verði haft við tæknideild varðandi staðsetningu og frágang.