Viðbygging við íþróttamiðstöð á Siglufirði

Málsnúmer 1908051

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 02.09.2019

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið. Fulltrúar frá AVH arkitektúr - verkfræði - hönnun voru gestir fundarins og kynntu tillögur að viðbyggingu við íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði. Viðbyggingin mun bæta aðgengi að íþróttahúsi, sundlaug og líkamsrækt þannig að eftir breytingar verði aðgengi fyrir alla.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 06.05.2020

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingum á Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði unnin af AVH arkítektum. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar auk pottaaðstöðu, setlaugar og tengingu niður í fjöru austan við húsið.
Lagt fram til kynningar.