Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

246. fundur 07. október 2019 kl. 16:30 - 18:10 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Fundur stjórnar Pálshúss með skipulags- og umhverfisnefnd

Málsnúmer 1909019Vakta málsnúmer

Nefndin heimsótti stjórn Pálshúss.
Nefndin þakkar fyrir móttöku í Pálshúsi og ábendingum stjórnar til nefndarinnar verður fylgt eftir með erindi.

2.Hornbrekkuvegur 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 1910011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja bílskúr við suðurhlið íbúðarhússins við Hornbrekkuveg 9 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum frá H.S.Á teiknistofu.
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um framlengingu stöðuleyfis Sæluhússins

Málsnúmer 1909075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar dagsett 25. september 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi Sæluhússins sem stendur við Aðalgötu 22 á Siglufirði.
Nefndin hafnar framlengingu á stöðuleyfi og gefur umsækjanda frest til loka nóvember 2019 til þess að sækja um lóðarleigusamning og skila inn teikningum ásamt skráningartöflu svo hægt sé að skrá húsið.

4.Umsókn um stækkun lóðar við Hvanneyrarbraut 69

Málsnúmer 1909064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóns Hrólfs Baldurssonar dags. 23. september 2019. Óskað er eftir stækkun lóðar við Hvanneyrarbraut 69 svo hún nái 11 metra til norðurs frá húsvegg. Einnig er sótt um leyfi til að útbúa bílastæði norðan við húsið.
Erindi samþykkt.

5.Drög að umsókn um útlitsbreytingu á Eyrargötu 16 Siglufirði

Málsnúmer 1909074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseigenda Eyrargötu 16, dagsett 17. september 2019. Erindið er sent inn sem drög að umsókn um útlitsbreytingu á Eyrargötu 16 þar sem áætlað er að stækka norðurkvist og brjóta strompinn undir þakinu. Óskað er eftir svari með athugasemdum svo hægt sé að senda inn formlegt erindi.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir aðaluppdráttum af húsinu ásamt skráningartöflu.

6.Hafnartún 36 - umsókn um leyfi til að loka norðurhlið aðalinngangs

Málsnúmer 1909085Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 30. september 2019 þar sem Jóhanna Unnur Haraldsdóttir sækir um leyfi til að loka norðurhlið við aðalinngang á Hafnartúni 36 vegna mikillar snjósöfnunar á veturnar. Lokuninn verður úr timbri sem verður málað í sama lit og húsið.
Erindi samþykkt.

7.Lyftuskúr og stækkun flatar í Tindaöxl

Málsnúmer 1908042Vakta málsnúmer

Á 244. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. september sl. óskaði nefndin eftir nánari upplýsingum um framkvæmd vegna stækkunnar marksvæðis göngubrautar í Ólafsfirði. Lagðar fram nánari upplýsingar um framkvæmdina.
Nefndin samþykkir stækkun flatar til suðurs og áréttar að frágangur verði vandaður og sáð í framkvæmdasvæðið eftir að framkvæmdum lýkur.

8.Ósk um yfirlit yfir sorphirðu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1907029Vakta málsnúmer

Á 242. fundi skipulags- og umhverfisnefndar óskaði Helgi Jóhannsson, nefndarmaður skipulags- og umhverfisnefndar eftir upplýsingum um hversu mikið magn af almennu sorpi hefur farið til urðunar sl. 5 ár, hversu mikið hefur farið í lífrænan úrgang og hversu mikið í endurvinnslu. Einnig óskað eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins við sorphirðu og förgun á sama tímabili pr. ár.

Lögð fram samantekt yfir magn sorps í Fjallabyggð og kostnað við sorphirðu sl. 5 ár.

9.Umsókn um stækkun lóðar við Hólaveg 27 Siglufirði

Málsnúmer 1909024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. október 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs að lóð nr. 31.
Erindi frestað.

Fundi slitið - kl. 18:10.