Ósk um yfirlit yfir sorphirðu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1907029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17.07.2019

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, nefndarmanns skipulags- og umhverfisnefndar dagsett 8.7.2019. Óskað er eftir upplýsingum um hversu mikið magn af almennu sorpi hefur farið til urðunar sl. 5 ár, hversu mikið hefur farið í lífrænan úrgang og hversu mikið í endurvinnslu. Einnig óskað eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins við sorphirðu og förgun á sama tímabili pr. ár.
Erindi svarað
Tæknideild falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 07.10.2019

Á 242. fundi skipulags- og umhverfisnefndar óskaði Helgi Jóhannsson, nefndarmaður skipulags- og umhverfisnefndar eftir upplýsingum um hversu mikið magn af almennu sorpi hefur farið til urðunar sl. 5 ár, hversu mikið hefur farið í lífrænan úrgang og hversu mikið í endurvinnslu. Einnig óskað eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins við sorphirðu og förgun á sama tímabili pr. ár.

Lögð fram samantekt yfir magn sorps í Fjallabyggð og kostnað við sorphirðu sl. 5 ár.