Lyftuskúr og stækkun flatar í Tindaöxl

Málsnúmer 1908042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 04.09.2019

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar f.h. Skíðafélags Ólafsfjarðar dagsett 20. ágúst 2019. Óskað er eftir leyfi til að stækka flöt sem hefur verið notuð sem marksvæði/leikvangur í skíðagöngubraut félagsins undanfarin ár. Einnig er óskað eftir leyfi til að reisa nýjan lyftuskúr við toglyftuna í Tindaöxl skv. meðfylgjandi teikningum.
Nefndin samþykkir leyfi til að reisa nýjan lyftuskúr en óskar eftir nánari upplýsingum um framkvæmd til stækkunnar marksvæðis göngubrautar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 07.10.2019

Á 244. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. september sl. óskaði nefndin eftir nánari upplýsingum um framkvæmd vegna stækkunnar marksvæðis göngubrautar í Ólafsfirði. Lagðar fram nánari upplýsingar um framkvæmdina.
Nefndin samþykkir stækkun flatar til suðurs og áréttar að frágangur verði vandaður og sáð í framkvæmdasvæðið eftir að framkvæmdum lýkur.