Umsókn um framlengingu stöðuleyfis Sæluhússins

Málsnúmer 1909075

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 07.10.2019

Lagt fram erindi Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristfinnssonar dagsett 25. september 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi Sæluhússins sem stendur við Aðalgötu 22 á Siglufirði.
Nefndin hafnar framlengingu á stöðuleyfi og gefur umsækjanda frest til loka nóvember 2019 til þess að sækja um lóðarleigusamning og skila inn teikningum ásamt skráningartöflu svo hægt sé að skrá húsið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 247. fundur - 06.11.2019

Lagt fram erindi eigenda Sæluhússins við Aðalgötu 22 á Siglufirði dagsett 4. nóvember 2019. Óskað er eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. október 2019. Teikningar og skráningartafla eru til í gagnasafni sveitarfélagsins.
Tæknideild falið að ganga frá lóðarleigusamning við Guðnýju Róbertsdóttur og Örlyg Kristfinnsson vegna Aðalgötu 22 og skrá sæluhúsið hjá Þjóðskrá í framhaldi af því.