Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

86. fundur 24. febrúar 2010 kl. 16:30 - 16:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson formaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður
  • Júlíus Hraunberg Kristjánsson aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Stefán Ragnar Hjálmarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir Tæknifulltrúi
Formaður nefndarinnar óskaði samþykkis nefndarinnar að 3 dagskrárliðum yrði bætt við fundargerð.
1. 1002118 - Breytingar á skráningu Aðalgötu 14, Siglufirði
2. 1002033 - Efnistöku, erindi Árna Helgasonar og
3. 1002121 - Deiliskipulag við Túngötu, Siglufirði.
Samþykkti nefndin einróma að tilgreindu

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Björgunar ehf.um leyfi til efnistöku af hafsbotni úr Gullgjá í Siglufirði

Málsnúmer 1002062Vakta málsnúmer

Orkustofnun óskar umsagnar Fjallabyggðar um umsókn Björgunar ehf um leyfi til að dæla upp fyllingarefni af 23.000 fermetra svæði í svonefndri Gullgjá, sem er framalega í Siglufirði, sjá meðfylgjandi kort.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og telur rétt að hafnarstjórn sé kynnt málið.

 

2.Gangstéttarhellur á bílastæði við Suðurgötu 16

Málsnúmer 1002057Vakta málsnúmer

Jón Sæmundur Sigurjónsson óskar eftir að hellum sem komið var fyrir á bílastæði við Suðurgötu 16, Siglufirði verði nýttar eða fjarlægðar af stæðinu og stæðið hreinsað.

Nefndin harmar það hve hellurnar hafa verið lengi á stæðinu og mun sjá til þess að hellurnar verða fjarlægðar.

3.Ósk um að halda sauðfé hér á Siglufirði og annað í framhaldi af því

Málsnúmer 1002061Vakta málsnúmer

Óskað er eftir af níu einstaklingum í Siglufirði að fá að halda sauðfé í skemmu sem staðsett er á flugvellinum á Siglufirði, sunnan við flugstöð.  Skuldbinda aðilar sig að sleppa sauðfé í framdali og aðrar afréttir á Siglufirði.  Ef leyfi verður veitt myndu undirritaðir sjá um haustgöngur, sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.  Lagt er til að safnrétt verði lögð niður þar sem hún er í dag ofan við hesthúsabyggð og staðsett á sama stað og sótt er um að hafa fjárhús.

Nefndin tekur vel í erindið, en óskar eftir fundi með viðkomandi aðilum varðandi málið sem og útfærslu á réttinni og fleiru.

4.Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 0903098Vakta málsnúmer

Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð var lögð fram á fundi nefndarinnar 27. janúar sl. þar sem óskað var eftir orðalagsbreytingu.

Búið er að breyta orðalagi 6. gr. leyfi til búfjárhalds.  

"Leyfi til búfjárhalds skal gefið út á nafn og kennitölu umsækjanda til þriggja ára í senn og er ekki framseljanlegt. Í leyfisbréfi skal koma fram til hvaða tegunda búfjár leyfið nær.

Óski umráðamaður búfjár að halda annan búfénað en þann sem um getur í leyfisbréfi, eða ef óskað er yfirtöku búfjárhalds sem leyfi hefur verið gefið fyrir, skal sótt um nýtt leyfi."

Samþykkir nefndin þær orðalagsbreytingar sem gerðar hafa verið.

5.Breyting á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 - Íbúðasvæði við Túngötu

Málsnúmer 1002063Vakta málsnúmer

Óskað er eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023.  Að núverandi svæði sem skilgreint er sem "opið svæði til sérstakra nota", knattspyrna, fái landnotkunina, "íbúðarsvæði" í samræmi við aðliggjandi svæði.  Stærð svæðisins er 3.900 m2 að flatarmáli.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að óskað eftir því við skipulagsstofnun að fá heimild til að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003 - 2023 dags. 22. febrúar 2010 skv. 2. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

6.Aðstaða við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 1002113Vakta málsnúmer

Valur Þór Hilmarsson fyrir hönd siglingaklúbbsins Jókers, óskar eftir aðstöðu við Ólafsjarðarvatns í víkinni neðan Hornbrekku til að vera með smábátasiglingar fyrir félagsmenn og aðra sem áhuga hafa á siglingum.  Hugmynd klúbbsins er að vera með smáskútur, kajaka og önnur sambærileg faratæki sem ekki eru vélknúin.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  Jafnframt er erindinu vísað til frístundanefndar með tilvísun í fundarbókun bæjarstjórnar þann 16. febrúar sl. þar sem lagt er til að frístundanefnd vinni að framtíðarskipan íþróttamála í Fjallabyggð í samstarfi við íþróttahreyfinguna.  Einnig telur nefndin nauðsynlegt að samstarfs sé við Veiðifélag Ólafsfjarðar.

 

7.Hlíð, Ólafsfirði

Málsnúmer 1002114Vakta málsnúmer

Gunnar L. Jóhannsson og Svanfríður Halldórsdóttir senda inn erindi með teikningum af breytingum af húseign þeirra Hlíð, Ólafsfirði. Eru þau ósátt við þau vinnubrögð sem höfð voru í þessu máli og draga það í efa að sveitarfélagið geti krafið eigendur 50 - 60 ára gamalla húsa um að láta endurteikna þau á sinn kostnað, ef ekki finnast fullnægjandi byggingateikningar á tæknideild sveitarfélagsins, þar sem gera á aðeins minniháttar breytingar á útliti hússins.

Nefndin harmar það að ekki séu til teikningar af húsinu en samkvæmt byggingareglugerð er byggingarfulltrúa skilt að óska eftir þeim teikningum sem þörf er á.

8.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi -UÍF Hóll

Málsnúmer 1002048Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis til handa Íþróttamiðstöðinni að Hóli.

Erindi samþykkt.

9.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi-Síldarminjasafn

Málsnúmer 1001097Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis til handa Síldarminjasafns Íslands ses.

Lokaúttekt hefur ekki farið fram á húsnæðinu, þar sem  leiðrétta þarf ákveðnar teikninga.  Nefndin sér þó ekkert því til fyrirstöðu að veita bráðabirgðarleyfi rekstrarleyfi.

10.Fundargerð 8. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1002059Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar.

11.Aðalgata 14, Siglufirði

Málsnúmer 1002118Vakta málsnúmer

Guðrún Ólöf Pálsdóttir óskar eftir að neðsta hæð að Aðalgötu 14, Siglufirði verði breytt úr skrifstofu í upprunalegt horf sem íbúðarherbergi.

Erindi samþykkt.

12.Efnistaka

Málsnúmer 1002033Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Ingvi Óskarsson af fundi.

 

Árni Helgason sendi inn erindi varðandi efnistöku, sem tekið var fyrir á fundi þann 10. febrúar sl.  Erindi var frestað þar til niðurstöður rannsókna á efnistöku kæmu. 

Óskar Árni Helgason eftir að fá vilirði fyrir efnistöku á svæðinu norðan Kleifarvegar í Ólafsfirði ef rannsókn sýnatöku leiðir það í ljós að efnið sé nothæft.

Eftir umræður er  afgreiðslu málsins frestað.

13.Deiliskipulag við Túngötu, Siglufirði

Málsnúmer 1002121Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 28. janúar sl. var samþykkt að tillaga að nýju deiliskipulagi við Túngötu færi í auglýsingu.  Svæðið sem um ræðir var áður knattspyrnuvöllur Siglufjarðar.  Auk þess eru lóðir 26 - 30 við Eyrargötu innan skipulagssvæðisins.  Svæðið afmarkast af Túngötu, Þormóðsgötu, Hvanneyrarbraut og Eyrargötu.  Aðkoma að svæðinu er frá Túngötu og Eyrargötu.  Stærð deiliskipulagsvæðisins er 10.865 m2 að flatamáli.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi, Túngata 15 - 23 og Eyrargata 26 - 30, sem er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 11.02. 2010 verði send Skipulagsstofnun og óskað eftir heimild til auglýsingar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 m.s.br.

Fundi slitið - kl. 16:30.