Aðstaða við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 1002113

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 24.02.2010

Valur Þór Hilmarsson fyrir hönd siglingaklúbbsins Jókers, óskar eftir aðstöðu við Ólafsjarðarvatns í víkinni neðan Hornbrekku til að vera með smábátasiglingar fyrir félagsmenn og aðra sem áhuga hafa á siglingum.  Hugmynd klúbbsins er að vera með smáskútur, kajaka og önnur sambærileg faratæki sem ekki eru vélknúin.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  Jafnframt er erindinu vísað til frístundanefndar með tilvísun í fundarbókun bæjarstjórnar þann 16. febrúar sl. þar sem lagt er til að frístundanefnd vinni að framtíðarskipan íþróttamála í Fjallabyggð í samstarfi við íþróttahreyfinguna.  Einnig telur nefndin nauðsynlegt að samstarfs sé við Veiðifélag Ólafsfjarðar.