Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

223. fundur 07. mars 2018 kl. 17:00 - 17:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Nanna Árnadóttir boðaði forföll en enginn varamaður mætti í hennar stað.
Ásgrímur Pálmason mætti ekki og enginn varamaður í hans stað.

1.Verndarsvæði í byggð - Gömul byggð á Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1702058Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að verndarsvæði á Þormóðseyri á Siglufirði sem afmarkast af Aðalgötu til suðurs, Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs og Grundargötu til vesturs. Tillagan er unnin í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Einnig lögð fram greinargerð sem tillagan byggir á og inniheldur húsa- og fornleifakönnun af svæðinu ásamt greiningum og niðurstöðum, unnin af Birki Einarssyni hjá Kanon arkitektum og Birnu Lárusdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst og íbúum gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Breyting á deiliskipulagi í Hóls- og Skarðsdal Siglufirði

Málsnúmer 1802107Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Konráð Balvinsson fyrir hönd Selvíkur ehf., sækir um leyfi til að leggja fram deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal. Breytingin felst í færslu fyrirhugaðra bílastæða og gólfskála inn á lóð Grafargerðis samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Samþykkt
Nefndin heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu í samræmi við framlagðar hugmyndir. Þar sem breytingin telst óveruleg verður hún afgreidd samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Fyrirspurn vegna sólskála við Hvanneyrarbraut 11 Siglufirði

Málsnúmer 1803010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 2. mars 2018 þar sem Árni Skarphéðinsson kannar afstöðu nefndarinnar til sólskála sunnan við hús sitt við Hvannreyrarbraut 11, Siglufirði. Einnig lagðar fram teikningar á hugmyndastigi.
Erindi svarað
Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni ásamt því að skila inn aðaluppdráttum og skráningartöflu.

4.Endurnýjun byggingarleyfis - Suðurgata 49 Siglufirði

Málsnúmer 1803019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 7. mars 2018 þar sem Hörður Þór Rögnvaldsson fyrir hönd Ikaup ehf. sækir um endurnýjun byggingarleyfis sem samþykkt var í maí 2013, vegna breytinga á húsi við Suðurgötu 49 á Siglufirði. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu og gátlista byggingarfulltrúa.
Vísað til umsagnar
Nefndin samþykkir framlagðar teikningar og felur tæknideild að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir aðliggjandi lóðarhöfum.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Vetrarbraut 14 Siglufirði

Málsnúmer 1802058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 15. febrúar 2018 þar sem Ólafur Sigurðsson fyrir hönd SR-Vélaverkstæðis hf., óskar eftir leyfi fyrir uppsetningu flóttaleiðar frá efri hæð á austurhlið Vetrarbrautar 14 Siglufirði. Um er að ræða svalir og stiga samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um stækkun lóðarinnar Vetrarbraut 8-10 Siglufirði

Málsnúmer 1802022Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt stækkun lóðarinnar Vetrarbraut 8-10 til suðurs, sem nemur lóðinni Vetrarbraut 6. Lagður fram endurnýjaður lóðarleigusamningur ásamt lóðarmarkayfirlýsingu og lóðarblaði.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað til næsta fundar.

7.Umsókn um byggingarleyfi-útlitsbreytingar á Fossvegi 23 Siglufirði

Málsnúmer 1802080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 19. febrúar 2018 þar sem Jón Heimir Sigurbjörnsson sækir um leyfi til útlitsbreytinga á húseign sinni við Fossveg 23 á Siglufirði. Breytingarnar felast í að skipta um og breyta öllum gluggum og hurðum á efri hæð og klæða húsið að nýju. Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhuguðum breytingum eftir Jón Steinar Ragnarsson.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Hraðhleðslustöð á Tjarnargötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1802085Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 20. febrúar 2018 þar sem Örn Franzson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf., óskar eftir heimild til að setja niður 50 KW hraðhleðslustöð á lóð fyrirtækisins Tjarnargötu 6, Siglufirði skv. framlögðum teikningum.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað.

9.Umferð á Aðalgötu, Siglufirði

Málsnúmer 1709086Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar 12. febrúar sl. var lagt fram erindi íbúa sem óskaði eftir því að settur yrði upp spegill á horni Norðurgötu/Aðalgötu til viðbótar við stöðvunarskyldu sem nýverið var sett upp. Nefndin fól tæknideild að ráðfæra sig við lögreglu vegna umferðaröryggis á umræddum gatnamótum. Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dagsett 15. febrúar 2018 vegna fundar hans við Sigurbjörn Þorgeirsson lögreglumann. Þar er bent á að ef setja á spegil við gatnamótin þá þyrfti að breyta þeim aftur í biðskyldu þar sem spegill myndi hvetja til þess að að stöðvunarskylda yrði ekki virt. Ekki var tekin afstaða til þess hvort hentaði betur, biðskylda með spegli eða stöðvunarskylda.
Erindi svarað
Nefndin leggur til að sett verði annað stöðvunarskyldumerki vestan við gatnamótin, þannig verði sýnilegra að um stöðvunarskyldu sé að ræða.

10.Eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftirlitsins 2018

Málsnúmer 1803008Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftirlitsins vegna Menntaskólans á Tröllaskaga og Norlandia Ólafsfirði.
Lagt fram

11.Virkjun vindorku á Íslandi, stefnumótunar- og leiðbeiningarrit

Málsnúmer 1802093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar: Virkjun vindorku á Íslandi.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:50.