Hraðhleðslustöð á Tjarnargötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1802085

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 223. fundur - 07.03.2018

Lagt fram erindi dagsett 20. febrúar 2018 þar sem Örn Franzson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf., óskar eftir heimild til að setja niður 50 KW hraðhleðslustöð á lóð fyrirtækisins Tjarnargötu 6, Siglufirði skv. framlögðum teikningum.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11.04.2018

Lagt fram erindi dags. 20. febrúar 2018 þar sem Örn Franzson f.h. Olíuverslunar Íslands óskar eftir heimild til að setja niður 50 KW hraðhleðslustöð á lóð sinni Tjarnargötu 6 Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir uppsetningu á hraðhleðslustöð við Tjarnargötu 6 til bráðarbirgða en bendir á að endanleg staðsetning hraðhleðslustöðvarinnar verður á framtíðarsvæði Olís við Vesturtanga.