Öldungaráð Fjallabyggðar

9. fundur 01. október 2025 kl. 14:30 - 16:45 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður
  • Rósa Jónsdóttir aðalm.
  • Ólafur Baldursson fulltrúi eldri borgara
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Guðleifur Svanbergsson fulltrúi eldri borgara
  • Þorbjörn Sigurðsson fulltrúi eldri borgara
  • Elín Arnardóttir fulltrúi heilsugæslu
Starfsmenn
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Starfsemi öldungaráðs 2025-2026

Málsnúmer 2509088Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsemi vetrarins.
Vísað til bæjarráðs
Rætt um starfssvið öldungaráðs og fundahöld. Húsnæðismál, félagsmál og heilbrigðismál eru aðalviðfangsefni ráðsins. Óskað er eftir því við bæjarráð að öldungaráðið fái til umsagnar mál er varða þennan hóp sérstaklega. Einnig rætt um að ráðið taki upp frumkvæðismál.


2.Dagdvöl aldraðra vetrardagskrá 2025-2026

Málsnúmer 2509087Vakta málsnúmer

Vetrardagskrá og félagsstarf
Lagt fram til kynningar
Almenn ánægja er með hversu mikið úrval er af afþreyingu fyrir eldra fólk í Fjallabyggð.

3.Formannafundur LEB

Málsnúmer 2509086Vakta málsnúmer

Ólafur fór yfir formannafund Landssambands eldriborgara.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Á formannafundi LEB sem haldinn var á Varmalandi 23. - 24. september mættu 53 formenn af 59.
Þing verður haldið annað hvert ár á móti formannafundum.
Aðaláherslan á fundinum var á kjara- og húsnæðismál eldra fólks.

Öldungaráð hvetur bæjarstjórn til að huga að þeim hópi sem lakast hefur það í sveitarfélaginu og hvernig bæta megi aðstæður þeirra.

4.Öldungaráð - Önnur mál 2025.

Málsnúmer 2502023Vakta málsnúmer

Elín Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur, fór yfir breytingar vegna heilsueflandi heimsókna til 80 ára og eldri.
Lagt fram til kynningar
Hjúkrunarfræðingur fór yfir breytingar vegna heilsueflandi heimsókna til 80 ára og eldri sem hefur verið hætt en heilsueflandi mótttaka fyrir þennan hóp verður á heilsugæslunni.
Verður auglýst fljótlega. En sökum sameiningar heilsugæslunnar eru breytingar á yfirstjórn og starfsfólk að setja sig inn í verkefnin.
Hún upplýsti einnig um breytingar sem hafa orðið vegna blóðtöku og fleira.

Fundi slitið - kl. 16:45.