Opið bréf til markaðs- og menningarnefndar

Málsnúmer 1508066

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 08.10.2015

Erindi svarað
Í sumar birti Steingrímur Kristinsson á heimasíðu sinni opið bréf til markaðs- og menningarnefndar með yfirskriftinni "Hvað getur markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar gert til að auka ánægju ferðamanna sem til Fjallabyggðar koma og ekki hvað síst okkur íbúana sem einnig munu njóta?"
Í bréfinu eru lagðar fram sjö hugmyndir m.a. í þá veru að auka aðgengi ferðamanna að nokkrum stöðum á Siglufirði.
Nefndin þakkar Steingrími góðar hugmyndir og mun hafa þær til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 og þriggja ára áætlunar 2017 - 2019.