Málefni bókasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408004

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 07.08.2014

Nefndin skoðaði aðstæður í Ólafsvegi 4 Ólafsfirði, þar sem verið er að opna bókasafn síðar í mánuðinum.
Forstöðumaður bóksafns Fjallabyggðar Hrönn Hafþórsdóttir tók á móti nefndarmönnum og kynnti stofnunina.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 05.02.2015

Vísað til nefndar
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar. Lagði hún fram ársskýrslu bóka- og héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2014. Einnig fór hún yfir nokkur mál er snúa að rekstri bókasafnanna í báðum byggðarkjörnum og rekstri héraðsskjalasafnsins. Upplýsti hún m.a. um að starfsmaður héraðsskjalasafnsins hefði sagt starfi sínu lausu og því þyrfti að auglýsa eftir nýjum starfsmanni. Gerð hún m.a. stuttlega grein fyrir ástandi skjalamála hjá stofnunum bæjarins. Óskar hún eftir að fá að ráða starfsmann í 100% starf til að geta hafið vinnu við að koma skjalamálum stofnanna í viðunandi horf.
Markaðs- og menningarnefnd heimilar fyrir sitt leyti að farið verði í að grisja tímaritakost safnsins. Nefndin styður einnig tillögu forstöðumanns um að ráðinn verði einn starfsmaður í 100% starf til að vinna við héraðsskjalasafnið, bókasafnið og upplýsingamiðstöð og leggur til við bæjarráð að það verði samþykkt. Nefndin óskar eftir því að forstöðumaður skili greinargerð til bæjarráðs með rökstuðningi fyrir þessari tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar 5. febrúar 2015, var m.a. rædd ósk forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns um að fá að ráða starfsmann í 100% starf til að geta hafið vinnu við að koma skjalamálum stofnana í viðunandi horf.
Nefndin studdi tillögu forstöðumanns um að ráðinn verði einn starfsmaður í 100% starf til að vinna við héraðsskjalasafnið, bókasafnið og upplýsingamiðstöð og leggur til við bæjarráð að það verði samþykkt.

Í fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir 50% stöðu við héraðsskjalasafnið og telur bæjarráð rétt að halda óbreyttu stöðugildi að svo stöddu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 08.10.2015

Samþykkt
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns. Fór hún yfir málefni tengt söfnunum og starfsemi upplýsingamiðstöðvar.
Á árinu 2016 verður áhersla á starfsemi héraðsskjalasafnsins og verður farið í átak í að grisja gögn og eins verður farið í átak að varðveita gögn er tengjast Fjallabyggð, bæði hjá stjórnsýslunni, einkaaðilum og félagasamtökum.

Opnunartími bókasafnsins er í dag 3,5 klst. Leggur Hrönn til að gerð verði tilraun til áramóta með opnun á bókasafninu á laugardögum milli kl. 11:00 - 14:00.

Á tímabilinu 15. maí til 30. september komu 1.788 ferðamenn á upplýsingamiðstöðvarnar, þar af voru 1.655 erlendir ferðamenn. Á upplýsingamiðstöðina Siglufirði komu 1.493 ferðamenn og 295 í Ólafsfirði. Erlendir ferðamenn komu frá 32 þjóðlöndum og voru Frakkar og Þjóðverjar fjölmennastir. Að mati Hrannar þarf að auka opnunartíma á upplýsingamiðstöðvunum yfir sumartímann og gera ráð fyrir starfsmanni í 100% starf.

Nefndin þakkar Hrönn fyrir góða yfirferð á starfsemi bóka- og héraðsskjalasafnsins.
Nefndin óskar eftir kostnaðartölum er varðar beiðni um opnun á laugardögum og þær verði lagðar fyrir næsta fund.
Nefndin tekur undir mat Hrannar varðandi aukin opnunartíma á upplýsingamiðstöð og leggur til að það verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.