Vegamál á Norðurlandi

Málsnúmer 1509068

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 08.10.2015

Erindi svarað
Markaðsstofa Norðurlands er orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Þetta samkomulag sem gert var við Vegagerðina gefur ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Þann 18. september sl. var haldinn fundur á Höllinni þar sem ferðaþjónustuaðilum og sveitarstjórnum á Tröllaskaga var gefin kostur á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Hvar er úrbóta þörf? Hvar er þörfin brýnust? Hvernig á að forgangsraða verkefnum?Markaðs- og menningarnefnd hvetur ferðaþjónustuaðila til að hafa samband við Markaðsstofu Norðurlands og koma ábendingum og tillögum er að þessu snúa á framfæri.
Er lýtur að sveitarstjórnarstiginu þá áttu bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar fund með fulltrúum Vegagerðarinnar í gær og fóru þar yfir nokkur atriði sem snúa að bættum samgöngubótum í bæjarfélaginu.
Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að koma þessum ábendingum áfram til Markaðsstofu Norðurlands og jafnframt telur nefndin afar brýnt að Vegagerðin sinni betur snjómokstri við útsýnispalla í bæjarfélaginu þar sem ferðamannatímabilið er stöðugt að lengjast. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að farið verið í aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á þjóðveginum í gegnum byggðarkjarnana.