Síldarævintýri 2015

Málsnúmer 1504025

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16.04.2015

Vísað til nefndar
Samningur við Félag um Síldarævintýri á Siglufirði lagður fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn og leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11.05.2015

Á 15. fundi markaðs- og menningarnefndar var samningur við Félag um Síldarævintýri á Siglufirði lagður fram til kynningar.
Markaðs- og menningarnefnd gerði ekki athugasemdir við samninginn og leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 08.10.2015

Samþykkt
Lögð fram skýrsla framkvæmdanefndar um Síldarævintýrið ásamt reikningum. Tap var á hátíðinni í ár og borgaði framkvæmdastjóri hátíðarinnar úr eigin vasa til að geta gert upp hátíðina. Framkvæmdanefndin segir sig frá hátíðinni eftir sex ára starf.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu og jafnframt þakkar hún framkvæmdanefndinni fyrir óeigingjarnt starf við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar sl. ár.
Markaðs- og menningarnefnd óskar eftir því að fulltrúar framkvæmdarnefndarinnar mæti á næsta fund til að ræða framtíð Síldarævintýrisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Skýrsla Síldarævintýris 2015 lögð fram til kynningar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 05.11.2015

Lagt fram
Á fundinn mættu fulltrúar Félags um Síldarævintýri; Anita Elefsen, Sandra Finnsdóttir og Guðmundur Skarphéðinsson. Rætt var um framtíð Síldarævintýrisins en ljóst er að stjórn félagsins mun segja sig frá störfum við hátíðina. Nefndin samþykkir að boða til almenns íbúafundar þar sem rætt verði um framtíð og fyrirkomulag á Síldarævintýrinu. Einnig vill nefndin koma á framfæri þakklæti til stjórnarinnar og þakkar þeim ómetanlegt framlag við framkvæmd hátíðarinnar á síðustu árum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17.11.2015

123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11. nóvember 2015, vísaði þessu máli til bæjarráðs.

Tekin til umræðu skipulag og staða hátíðarhalda í Fjallabyggð.

Bæjarráð leggur til að haldinn verði fundur markaðs- og menningarnefndar með forsvarsmönnum hátíða sem haldnar eru í Fjallabyggð.
Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa skipulag fundarins.