Fólksflutningar á fjöll

Málsnúmer 1402051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 05.03.2014

Í erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, er óskað eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða.  
Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd, þar sem umsækjendur geta farið nánar yfir hugmyndir sínar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17.03.2014

Í erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, er óskað eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða.
Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.
Bæjarráð samþykkti á 334. fundi sínum 5. mars 2014, að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Á fund nefndarinnar mætti Þórður Guðmundsson til að kynna nánar hugmyndir að fólksflutningum á fjöll.
Leitað er eftir heimild fyrir að ferja fólk upp í Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla og Burstabrekkudal og Hólkotshyrnu í Ólafsfirði.
Laga þarf vegaslóða þessu tengdu og er óskað heimildar til að sjá um það.

Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt erindið.
Lagt er til við bæjarráð að afnot af landi sé heimiluð, af því gefnu að haft verði samráð við tæknideild varðandi slóðagerð og sótt verði um leyfi til skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 21.03.2014

Markaðs- og menningarnefnd tók fyrir á 6. fundi sínum 17. mars 2014 erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, þar sem óskað er leyfis Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða. Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.

Á fund nefndarinnar mætti Þórður Guðmundsson til að kynna nánar hugmyndir að fólksflutningum á fjöll. Leitað er eftir heimild fyrir að ferja fólk upp í Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla og Burstabrekkudal og Hólkotshyrnu í Ólafsfirði. Laga þarf vegaslóða þessu tengdu og er óskað heimildar til að sjá um það.
Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt erindið.
Lagt er til við bæjarráð að afnot af landi sé heimiluð, af því gefnu að haft verði samráð við tæknideild varðandi slóðagerð og sótt verði um leyfi til skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð tekur undir bókun markaðs- og menningarnefndar og leggur áherslu á að fullt samráð verði haft við landeigendur og tæknideild er varðar slóðagerð á fyrirhuguðum svæðum og að framkvæmdir stangist ekki á við aðal- eða deiliskipulag Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11.12.2014

Lagt fram eftirfarandi erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólm Þórðarsonar:

1. Ósk um leyfi til að lagfæra slóða við gamla Múlaveginn vegna breiddar á snjótroðararnum.
2. Fá afnot af plani þar sem steypustöðin stóð. Þar yrði staðsettur aðstöðugámur og aðstaða til að leggja bílum.
3. Fá að setja upp upplýsingaskilti 1,5m x 3,0m sem yrði staðsett við gatnamót Múlavegar og Námuvegar.

Nefndin samþykkir erindið með því skilyrði að aðstöðugámur sé fjarlægður á þeim árstíma sem starfsemin er ekki í gangi. Staðsetning á upplýsingaskilti skal ákveðin í samráði við tæknideild.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 06.05.2015

Þórður B. Guðmundsson og Elís Hólm Þórðarson fyrir hönd Artic Freeride ehf, óska eftir leyfi til að lagfæra vegslóða sem liggur frá gamla Múlavegi og upp á Brimnesdal, einnig að fá að setja snjósöfnunargirðingar meðfram hluta slóðans.

Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að sjá um eftirlit með framkvæmdinni.