Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1909004

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 04.09.2019

Síðastliðið haust var haldinn velheppnaður samráðsfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð. Stefnt er að því að halda aftur fund í nóvember nk.. Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og menningarfulltrúa að leggja hugmynd að dagsetningu og umræðuefnum haustfundar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 02.10.2019

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmynd að dagskrá Haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð. Fyrirhugað er að halda fundinn þann 14. nóvember í Tjarnarborg.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 06.11.2019

Rætt um fyrirhugaðan haustfund ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð sem fyrirhugaður er fimmtudaginn 14. nóvember nk. kl. 17:30 í Tjarnarborg. Formaður fór yfir dagskrá fundarins sem liggur nú fyrir og hefur verið auglýst. Nefndin hvetur áðurnefnda aðila til að fjölmenna á fundinn.