Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar, ársskýrsla 2017

Málsnúmer 1803082

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 04.04.2018

Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

Forstöðumaður kynnti ársskýrslu fyrir Bókasafn, Héraðsskjalasafn og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar.

Útlán bókasafnsins á árinu voru 9052 samtals (S 5.378/Ó 3.674) sem er tæplega 10% minnkun frá árinu 2016. Gestakomur á bóka- og héraðsskjalasafnið voru 11.286 (S 7.756/Ó 3.530). Fjöldi gesta sem sækja bókasafnið hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2013.

Alls komu 4.240 ferðamenn í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar á árinu 2017. Þar af komu 3.805 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það ríflega 73% aukning frá árinu 2016. 435 ferðamenn komu á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði og er það ríflega 39% aukning frá árinu 2016. Sjá má að ferðamannastraumur til Fjallabyggðar hefur samkvæmt þessu aukist gífurlega.

Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni fyrir kynningu og vel unna skýrslu.