Framtíðar stefnumótun Fjallabyggðar hafnar

Málsnúmer 2201015

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 125. fundur - 10.01.2022

Hafnarstjóri lagði fram drög að verkefnistillögu RR ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar framtíðarstefnumótunar hafna Fjallabyggðar.

Inn á fundinn komu Róbert Ragnarsson og Sunna Rúnarsdóttir frá RR ráðgjöf ehf kl.16:30 og þau yfirgáfu fundinn kl: 16:45.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við RR ráðgjöf um framtíðarstefnumótun Fjallabyggðarhafna byggt á framlagðri verkefnistillögu og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 126. fundur - 14.02.2022

Hafnarstjóri lagði fram drög að dagsetningum funda vegna verkefnisins ásamt og að fara yfir fundi sem hann hefur átt með ráðgjöfum.
Erindi samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að dagsetningum funda.
Undir þessum lið sat Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 128. fundur - 09.05.2022

Lögð fram drög að stefnu Fjallabyggðarhafna til 2030, drögin eru unnin af hafnarstjórn með aðstoð og ráðgjöf frá KPMG. Ferli stefnumótunar var með þeim hætti að verkefnisstjórn (hafnarstjórn) fundaði alls fimm sinnum, haldnir voru tveir opnir fundir með hagaðilum á og við hafnarsvæðin ásamt og að ráðgjafi tók sérstaklega viðtöl við stærri hagaðila á og við hafnarsvæðin.
Vísað til Bæjarstjórnar
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti framlögð drög að stefnu Fjallabyggðarhafna og vísar drögunum til umræðu í bæjarstjórn. Einnig þakkar hafnarstjórn öllum þeim sem að stefnumótunarvinnunni komu með einum eða öðrum hætti.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 134. fundur - 25.01.2023

Hafnarstjórn skal taka Framtíðarstefnu Fjallabyggðarhafna og aðgerðaráætlun til árlegrar endurskoðunar og umræðu.
Hafnarstjóri fór yfir stefnu sem mörkuð var á síðasta ári til ársins 2030. Útbúa þarf hnitmiðaða aðgerðaráætlun og forgangsraða verkefnum til að stefnumörkunin nýtist til framfara.