Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar

4. fundur 18. nóvember 2025 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varam.
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson hafnarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að rammaáætlun eins og tillagan fór fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar
Samþykkt
Nefndin gerir ekki athugasemdir og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 fyrir sitt leyti.

2.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2509016Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að gjaldskrá Fjallabyggðarhafnar fyrir árið 2026 sem byggir á almennri 4% hækkun gjalda.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Fjallabyggðar fyrir árið 2026 og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Umsóknir um starf hafnarvarðar 2026

Málsnúmer 2510067Vakta málsnúmer

Fyrir liggja þrjár umsóknir um starf hafnarvarðar í Fjallabyggðarhöfnum sem auglýst var laust til umsóknar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd leggur til að ráðningu í starf hafnarvarðar verði frestað og starfið auglýst að nýju síðar þar sem umsækjendur uppfylla ekki að öllu hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Hafnarstjóra og sviðsstjóra falið að útfæra starfsemi hafnarinnar í samráði við núverandi hafnarvörð þar til starfið verður auglýst að nýju.

4.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra vegna áhættumats vatnsveitu Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin leggur áherslu á að áhættumat vegna vatnsveitunnar verði framkvæmt hið fyrsta og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2026. Samhliða áhættumati verði greindir kostir til að bæta úr því ástandi sem getur skapast við vatnsöflun úr Brimnesdal og er sviðsstjóra falið að taka saman greinargerð um mögulega kosti og kynna á fundi nefndarinnar.

5.Varðandi afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2409074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal Hafnasambands Íslands vegna fundar með efnahags - og viðskiptanefnd alþingis um tollfrelsi erlendra farþegaskipa við Ísland.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Erindi frá Framfarafélagi Ólafsfjarðar - ályktanir aðalfundar

Málsnúmer 2511010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktarnir frá aðalfundi Framfarafélags Ólafsfjarðar en erindið hefur þegar verið tekið fyrir í bæjarráði Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.